Són - 01.01.2006, Síða 95

Són - 01.01.2006, Síða 95
UM KOLBEIN Í KOLLAFIRÐI 95 uns kreppan skall á og hann varð að leita til Kreppulánasjóðs sem áður getur. Kollafjörður er lítil jörð og ekki kostamikil að gömlu mati. Kollfirðingar voru aldrei vel efnaðir en komust af með vinnu- semi og nýtni. Var ævinlega mjög gott á milli húsbænda og Eiríks landeiganda. Kolbeinn sat lengi í hreppsnefnd og var um árabil oddviti og gekkst fyrir ýmsu í félagsmálum. Hann var mjög lengi stjórnarmaður og formaður í Mjólkurfélagi Reykjavíkur og ritari í stjórn Sláturfélags Suðurlands. Síðustu mánuðina fyrir andlát sitt var hann staðgengill stjórnarformanns í Sláturfélaginu. Kolbeinn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Sigríður Jóhannsdóttir frá Hænuvík við Patreksfjörð, fædd á Stökkum á Rauðasandi. Eftir skilnað þeirra var Guðrún lengi kennslukona í Miðbæjarskólanum í Reykjavík. Þau áttu tvær dætur og tvo syni. Síðari kona Kolbeins var Málfríður Jónsdóttir frá Bíldsfelli í Grafningi, ættuð af Eyrarbakka. Þau áttu dóttur og son en hún átti son fyrir. Eftir lát Kolbeins hélt Málfríður áfram heimili við Laug- arnesveginn. VIII Kolbeinn Högnason leit á kveðskapinn sem inngróinn þátt í daglegu lífi og lífsbaráttu. Hann lagði ekki mikinn tíma eða áhuga við að fága eða slípa kvæði sín og vísur, og þegar kunningjar og útgefendur vildu velja kvæði til útgáfu á bók, afhenti hann þeim allt það sem hann átti í fórum sínum og allt safnið var gefið út. Árið 1943 kom kvæðasafn Kolbeins út og var því skipt í þrjú hefti: Hnoðnaglar, Kræklur, Olnbogabörn. Árið 1946 kom nýtt safn, Kurl, og loks komu ýmsar viðbætur árið 1948, Kröfs. Auk kvæðabókanna samdi Kolbeinn smásagnakver, Kynlegar kindur, sem út kom 1946. Eftir Kolbein liggur handrit að nokkru safni kvæða og vísna sem hann hafði tekið saman síðustu misserin sem hann lifði, margt af þessu óbirt, og einnig er til fyrsti hluti þáttar um ferskeytluna og vísnagerð með ýmsum dæmum og samkveðlingum. Þá má minna á að stökur Kolbeins eru víða nefndar eða birtar í ritum annarra höf- unda, til dæmis „Sláttuvísurnar“ frægu og svokallaðar „Tappafáluvís- ur“ hans og Hjálmars Þorsteinssonar á Hofi. Í útfararskrá Kolbeins er sálmur hans „Lífsins og ljóssins Guð“. Heitið Hnoðnaglar er hefðbundin myndhvörf og augljós að merk-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.