Són - 01.01.2006, Page 118
EINAR JÓNSSON118
metra hæð yfir sjó í hánorðri,8 er meiri en frá öðrum bæjum. Þar
neðan jökulsins efst í heiðinni eru Mörleysur. Á björtum sumardegi
verður þessari sýn ekki betur lýst en með upphafslínum Jónasar í
„Gunnarshólma“9 og rifji hver upp sem vill. Hin mikla mynd gnæfir að
vísu í norðri frá Selkoti en er hvergi meiri en hér.
Þetta fjall hefur lengi dregið að sér athygli manna. Sennilega ber
örnefnið Goðasteinn eða Guðnasteinn í sér minningu um fornan
átrúnað.10 Í snjóléttum árum ber auðan Goðastein við loft í hájökl-
inum í norðri frá Selkoti. Árið 1864 skráði Jón Sigurðsson þjóð-
sagnasafnari örnefnasögur um steininn og frásögn af göngu þriggja
ungra manna á Raufarfellsbæjum á jökulinn til þess að kanna
aðstæður við steininn þetta sama ár. Sennilega voru þeir undir áhrif-
um af munnmælum um að Eyfellingar hafi komið goðalíkneskjum
sínum þar fyrir við kristnitökuna, þegar þeir ákváðu ferð sína.11
En setjum okkur nú aftur í spor veiðimannsins, skáldsins, sem á leið
um Mörleysur nærri sumarmálum. Hann er einn á ferð og ekki
verður séð hvert halda skuli. Engar leiðbeiningar er að finna frá þeim
sem hér hafa átt leið um áður, engar vörður. En þrátt fyrir þessa ein-
semd skáldsins er hugur hans vakandi og hann gætir að því sem gerist
á göngunni: í veggjalausri þögninni kviknar þér sumartungl. Og það er ekki
bara að nýtt tungl hafi kviknað á himni heldur hefur skáldinu sjálfu
kviknað sumartungl. Þetta vísar til alþýðutrúarinnar um að láta svara
sér í sumartunglið.12 Skáldið hefur leiðbeiningar að heiman, hann á
sér arfleifð, þrátt fyrir að vera þar kominn sem engar vörður benda á
leiðir.
Á Suðurlandi var almennur siður að láta svara sér í sumartunglið.
„Reglan var þessi: Í fyrsta skipti sem maður sá sumartunglið á himni
þá átti hann að ganga inn í bæinn til heimilisfólks, væri hann einn úti
og láta það ávarpa sig að fyrra bragði. Úr ávarpinu gat maður svo
ráðið það hvað sumarið færði manni að höndum.“13
Hér er skáldinu augljóslega nokkur vandi á höndum í veggjalausri
þögninni og ekki svars að vænta. En þá verða enn teikn í lofti; næturþokan
flýr af enni þínu og sólin kemur upp. Eggjar glóa. Skáldið verður eitt með
náttúrunni og fegurðinni; hverfur inn í dögunina bak við morguninn.
8 „Eyjafjallajökull“ (1964).
9 Jónas Hallgrímsson (1993:44).
10 Sbr. Ólafur Briem (1945:17–18, 78).
11 Jón Þorkelsson (1956:34–35).
12 Jónas Jónasson (1961:411–412).
13 Þórður Tómasson (2000:109–110).