Són - 01.01.2006, Blaðsíða 126
ÖRN ÓLAFSSON126
7 Sjá Kóralforspil hafsins (1992:51 og áfram)
8 Nylander, Lars (1990:19).
9 Nylander, Lars (1990:78).
frönskum bókmenntum undir lok 19. aldar jafnframt því sem
módernismi hófst þar. En af því verður ekki ályktað að þarna sé
nauðsynlegt samband, annað geti ekki verið án hins. Raunar fylgdu
fríljóð og prósaljóð blæstefnu ljóða, symbólisma, í Frakklandi sem
annars staðar! Og þau skáld voru ekki frekar módernistar en
skáldsystkin þeirra íslensk: Einar Benediktsson, Sigurður Sigurðsson,
Hulda, Jóhann Sigurjónsson, og fleiri. Fríljóð og prósaljóð urðu
algeng og áberandi í módernisma, en þau voru það bara löngu áður
og slíkir bragarhættir einkenndu framvegis annars konar ljóð.
Reyndar var módernismi sárasjaldgæfur í lok 19. aldar. Í rauninni eru
bara þrjú skáld talin heyra til hans þá, öll frönsk. Lautréamont um
1870, Rimbaud og Mallarmé að hluta þaðan í frá. Módernismi í
nútímamerkingu spratt aftur á móti upp úr blæstefnu, symbólisma,
jafnvel í stöku verki einstakra skálda. Rimbaud, Mallarmé og fleiri
byrjuðu sem táknsæisskáld en síðan þróaðist ljóðagerð þeirra yfir í
módernisma. Sama gildir síðar um Íslendinga í smærri stíl, má þar
nefna Jóhann Sigurjónsson. Augljóst má vera, að þegar skáld leggja
áherslu á að texti þeirra gefi viðfangsefnið í skyn frekar en segja eitt-
hvað beinlínis, en þetta boðaði Mallarmé, og að hljómur, hrynjandi
og myndmál sé ekki skraut textans, heldur eðlisþættir hans, ekki síður
en hugmyndir, þá er slíkur texti orðinn eðlisólíkur prósatextum sem
fjalla um málefni og taka afstöðu. Margir töluðu um að textar tákn-
sæismanna væru óskiljanlegir, en módernisminn er þó sýnu róttækari
með sundurleitni, sem gætir í stíl, en það er ólíkt symbólisma.7
Þorsteinn skeytir í engu rökum mínum gegn þeirri kenningu hans
að prósaljóð og fríljóð hafi fyrst komist á í Frakklandi undir lok 19.
aldar, og hlýtur þó að vita af sigurför prósaljóða (Ossíans) um alla
Evrópu allt frá því um 1760. Í tölvupósti kom fram að hann teldi þetta
ekki prósaljóð, heldur ljóðrænan prósa. En á hvaða grundvelli ætti
að greina á milli ljóðræns prósa og prósaljóða, ef ofantalin verk
Ossíans eiga að teljast til hans? Svíinn Nylander birti árið 1990 mikla
rannsókn á þessu efni og segir meðal annars að orðið prósaljóð
(prosadikt, Prosagedicht, prose poem, poeme en prose) fari að tíðkast á ýmsum
málsvæðum um 17008 enda stafaði þá vaxandi áhugi á prósaljóðum
og ljóðrænum prósa af baráttu fyrir frelsi skálda og einstaklingseðli.9
Á þeim tímum losnuðu skáld líka úr hirð ráðamanna og fóru að lifa