Són - 01.01.2006, Page 127

Són - 01.01.2006, Page 127
GÖMUL PRÓSALJÓÐ OG FRÍLJÓÐ 127 10 Það komst fljótlega upp um kauða, að hann hefði ort þetta mest sjálfur, því þarna voru augljós áhrif frá Virgli og Milton sem ólíklegt þótti að ólæst skoskt alþýðufólk hefði þekkt öldum áður (sjá „Ossian“ í Encyclopaedia Britannia). 11 Sjá Nylander, Lars (1990:19–20). 12 Sjá Nylander, Lars (1990:90 og áfram). 13 Nylander, Lars (1990:96). 14 Sjá Nylander, Lars (1990:80, 61 og 71). af sölu verka sinna á vaxandi opnum markaði bóka og tímarita. En þá var mikilvægt að leggja áherslu á sérkenni sín og frumleika, ekki síður en á handverkskunnáttu í hefðbundnum bókmenntagreinum. Nú kynni einhver að spyrja hvernig sé hægt að ætlast til að Þorsteinn þekkti þessa rannsókn Nylanders. Svarið er, að ég sagði frá henni í bók minni, Kóralforspil hafsins (bls. 16–17), sem Þorsteinn vitnar til. Mér sýnist augljóst að prósaljóð verði að skilgreina sem prósa með ljóðræn einkenni í meira eða minna mæli. Myndmál, líkingar, stund- um nokkur stuðlun og ákveðin hrynjandi getur komið fyrir, en þá auðvitað óreglulega. Skotinn James McPherson þóttist hafa þýtt ljóð Ossíans úr gelískum þjóðkvæðum10 en á þessum tíma tíðkaðist að þýða ljóð á óbundið mál, meðal annars fornkvæði úr íslensku.11 Bæði Bjarni Thorarensen og Jónas Hallgrímsson þýddu „Úr kvæðum Ossíans“ (titill Bjarna), og þá stuðlað og undir hefðbundnum bragar- háttum, jafnvel fornyrðislagi, eins og Íslendingi mátti þá þykja hæfa fornum kveðskap. Enginn hefur efast um að þessar þýðingar, sem standa í ljóðasöfnum skáldanna, séu ljóð. En megi frumtextinn þá ekki heita ljóð, liggur í augum uppi, að hið ljóðræna liggur í reglu- bundnum bragarháttum. Og þá er orðið prósaljóð mótsögn í sjálfu sér eins og Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi framkvæmda- stjóri og fleiri hafa löngum haldið fram. Ekki vill þó Þorsteinn skipa sér í þann flokk og er þar með kominn í mótsögn við sjálfan sig. Mörg fleiri dæmi mætti rekja enda hefði einkennilegt verið ef sigurför Ossíans hefði ekki freistað skálda til að yrkja eitthvað í líkingu við það. En reyndar voru prósaljóð útbreidd áður eins og Nylander rekur.12 Prósaljóð fóru að tíðkast á frönsku um 1700 og falsþýðingar erlendra ’fornkvæða’ birtust í prósaformi að fyrirmynd Ossíans þegar á 18. öld: Les Incas, 1777 og Chansons Madécasses (Söngvar frá Mada- gascar) 1787.13 Goethe sagði, eins og fleiri, að ljóð bæri að færa í prósaform, þá fyrst kæmi ljóðræna textans í ljós, væri hún einhver.14 Þorsteinn þekkir örugglega Náttsálma Novalis (Hymnen an die Nacht) frá um 1800, og nefnir sjálfur fleiri dæmi um bragfrelsi hjá Þjóðverjum í byrjun 19. aldar og fyrr á tíðum: Klopstock, Hölderlin og Goethe.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.