Són - 01.01.2006, Qupperneq 131
GÖMUL PRÓSALJÓÐ OG FRÍLJÓÐ 131
Og eftir allt þetta skrifar Þorsteinn eins og prósaljóð og fríljóð hafi
orðið til í lok 19. aldar! „Eftir árþúsunda stöðugleika fer nú að hrikta
í byggingu skáldskaparins.“21
Bragfrelsi í íslenskum ljóðum
Nú höfum við séð prósaljóð og fríljóð með hefðbundnu ljóðmáli.
Bragfrelsi og módernt myndmál eru alls ekki órjúfanlega tengd.
Fjölmörg ljóð eru módern að myndmáli en undir hefðbundnum brag-
arháttum eins og ég rakti í Kóralforspil hafsins.22 Þessu sinnir Þorsteinn
í engu. Hann vitnar iðulega til þeirrar bókar en hann gefur engan
gaum að því sem ég þar rek um bragfrelsi í íslenskum ljóðum, um og
uppúr 1900! Ég tel hér það helsta:
[...] löngu voru Íslendingum kunn prósaljóð, sem að vísu var
svolítið annar handleggur, en þó ljóðrænir textar án ríms,
stuðlunar og reglubundinnar hrynjandi. „Ljóðrænt“ er þá hins-
vegar málfar, myndir og fleiri efnistök. Slík prósaljóð birtust
fyrst á íslensku 1884, í þýðingu Gests Pálssonar úr Senilia eftir
Túrgenev, sem birtist fyrst á rússnesku 1882, og fór að birtast á
dönsku sama ár (Nylander, 241). Úr sama safni komu verk í
þýðingu þjóðskáldsins Steingríms Thorsteinsonar á fyrsta ára-
tug 20. aldar. Prósaljóðum bregður fyrir hjá Einari Benedikts-
syni í lok 19. aldar, og hjá Jóhanni Gunnari Sigurðssyni, sem
lést 1906 („Gull“ og „Við ána“). Þetta eru stök verk, en mun
meira kveður að prósaljóðum upp úr fyrri heimsstyrjöld, mér
þykir líklegt að það hafi mjög aukið á vinsældir þessa forms að
indverska skáldið Rabindranath Tagore fékk Nóbelsverðlaun,
1913. Mikið var skrifað um Tagore og vinsamlega í íslenskum
blöðum og tímaritum upp úr því, og 1919 birtust Ljóðfórnir
hans á íslensku, en 1922 Farfuglar hans og 2. útgáfa Ljóð-
fórna, hvorttveggja í þýðingu Magnúsar Á. Árnasonar.23 Upp
úr því fjölgar prósaljóðum, 1919 birtist ljóðabálkur Sigurðar
Nordals, „Hel“, og 1920, „Úr djúpinu“ eftir Jakob Smára (í
fyrstu bók hans, Kaldavermsl). Ekki get ég séð neina mót-
21 Þorsteinn Þorsteinsson (2005:94).
22 Sjá til dæmis Örn Ólafsson (1992:57–76).
23 Sjá nánar um þetta rit mitt 1990, k. 4.3. Önnur útgáfa Ljóðfórna var 700 eintök (sjá
kápu), en fyrri útgáfa 500, samkvæmt ritfregn í Eimreiðinni 1920, þau hafa þá vænt-
anlega selst upp á 2–3 árum.