Són - 01.01.2006, Side 133
GÖMUL PRÓSALJÓÐ OG FRÍLJÓÐ 133
hæddist að rímáráttu Íslendinga á árinu 1932 en aðeins sjö árum síðar
hamaðist hann gegn „ljóðum í óbundnu máli“.27 Smám saman vann
þetta ljóðform svo á og varð ríkjandi í ljóðabókum um 1970.28
Þorsteinn leiðir allt þetta þegjandi hjá sér og heldur dauðahaldi í
þá gömlu kreddu að ljóðbyltingin hafi orðið upp úr seinni heims-
styrjöld. En ekki nóg með það. Einnig fyrr var ljóðmál miklu rót-
tækari nýjung, nefnilega í ljóðum Halldórs Laxness um miðjan
þriðja áratuginn. Einkum er þá vitnað til þess að hann hafi misst af
skáldastyrk vegna birtingar kvæðis hans Unglingurinn í skóginum,
192529, en mun róttækari að ljóðmáli eru þó fáein ljóð sem hann birti
1927. Ég tel þau dæmi surrealísk vegna þess að þar er ósamrýman-
legum orðum skipað saman í orðasambönd sem verða því óskiljan-
leg röklega. Fyrir koma kunnugleg atriði, auðmýkt hins lægsta jarð-
argróðurs, og sál er líkt við fugl: „Sál mín er auðmjúk eins og lítið
gras, / ástrík og trúuð líkt og heimskur fugl“. En hitt er undarlegra
að líkja sálinni við tiltekna mannveru: „Önd mín er frjáls eins og
útlendur prestur“ (Vorkvæði 2,3), eða hluta hennar við nýtækni [þá] í
samgöngum: „samviskulaus eins og bifreiðaumferð í aprílmánuði“
(Nótt 6,2). Einnig er sömu árstíð líkt við dýr: „Apríllinn fnæsir sem
fælinn hestur / falinn í kálgörðum Hörpu“ (Vorkvæði 2, 1–2). Stórt er
sett á miklu smærra og persónugert í mótsögn: „á sælum vörum sorg-
arinnar, / sofa turnar borgarinnar“ (Nótt 1, 11–12). Hjá Halldóri eru
aðrar líkingar enn óskiljanlegri: „Heimur vor er ljóðdjásn frá lung-
unum til nefsins / Lofgerð vor er úthverfa grískra sjúkdómsnafna.“
(Nótt 1, 3–4). Enn lengra gengur þessi tvinnaða líking: „þú græddir
upp ljóðastraums gullmörk / með göllum á freraslóð“ (Borodin 1–2).
Eins og ég hef rakið áður virðist röklegur skilningur kerfisbundið
útilokaður.30 Ekki sé ég jafn róttækt ljóðmál á íslensku síðan fyrr en
Tíminn og vatnið eftir Stein Steinarr birtist á seinni hluta 5. áratugsins31
27 Örn Ólafsson. Rauðu pennarnir (1990:126–127).
28 Sjá Ólafur Jósson. Skírnir (1981:107).
29 Þá skýringu gaf Halldór sjálfur í formála Kvæðakvers síns. Ég hélt því fram í Skírni
1985, að Halldór hefði misst styrkinn vegna almenns niðurskurðar á fjárlögum,
ekki væri að marka þessa skýringu hans. Hannes Hólmsteinn hefur hinsvegar í
bók sinni Halldór, bls. 306 o.áfr. leitt rök og vitnisburði fyrir því að ólíkt því sem
ég taldi, þá hafi raunveruleg andúð gegn þessu ljóði Halldórs orðið með öðru til
þess að Alþingi veitti honum ekki skáldastyrk 1925. Hallbjörn Halldórsson gat
þess til í grein um Halldór, 1929 (bls. 393–4) að hér hefði einkum ráðið ótti þing-
manna við íhaldssemi kjósenda.
30 Kóralforspil hafsins (58 og áfram).
31 Sjá nánar um Örn Ólafsson (2005).