Són - 01.01.2006, Side 135
GÖMUL PRÓSALJÓÐ OG FRÍLJÓÐ 135
Ég sé ekki að Þorsteinn hafi sýnt fram á að þessar skilgreiningar
séu lítilsverðar. Það er óviðfelldið að sjá hann hallmæla Friedrich á
sömu síðum og hann kemur með meginatriði hans35 án þess að nefna
að Friedrich segi í bók sinni að meginatriði módernra ljóða sé að
skapa veruleika í stað þess að líkja eftir.36 Og ekki er það neikvæð skil-
greining.
Vissulega er ég ósammála skilgreiningu Eysteins Þorvaldssonar á
módernisma, svo sem ég rakti bók minni.37 Það er algengt að fólk
greini á um slík heiti og skilgreiningar, einkum framan af. Ævinlega
tekur nokkurn tíma fyrir bókmenntahugtök að skýrast og festast í
sessi, svo það réttlætir ekki að hafna þeim. Ég tek bara þessa klausu
úr bók minni um ágreining við bók Eysteins:
Það er einkennileg skilgreining á nútímaljóðum, að þau eigi að
hafa einhver tvö af þremur einkennum, sem í raun tengjast
ekkert innbyrðis: bragfrelsi, hnitun og sjálfstæði mynda. Það
sýnir að hér er fyrst og fremst um tímasetningu að ræða, og
reynt að spanna mjög sundurleitan straum nýjunga.
Ég undrast þó að Þorsteinn skuli taka Eystein í lið sitt með orðun-
unum: „ef ”módern skáld“ þýðir hér „nútímaskáld“ eins og yfirleitt
hjá Eysteini”38, því Eysteinn sagði:
Í kringum 1950 er fyrst farið að ræða um skáldskap í þessari
merkingu í rituðu máli og þá oftast nær með því að bendla hann
við nútímann á villandi hátt: „nútímaljóðið“, „hin nýja ljóðlist“,
„nútímaskáld“ ...39
Enda eru þessi orð Þorsteins í mótsögn við það sem hann segir þegar
hann gagnrýnir skilgreiningu Eysteins á orðinu módern sem geri það
að verkum að Þorpið eftir Jón úr Vör teljist ekki með.40 Trauðla
myndi þó nokkur, sem íslensku talar, efast um að það sé nútímaljóð. En
þetta er bara enn eitt dæmi þess að þetta safnheiti Þorsteins leiðir í
ógöngur. Myndu ekki allir fallast á að ljóð til dæmis Steins Steinars,
35 Þorsteinn Þorsteinsson (2005:99–101).
36 Friedrich, Hugo. (1988:17 og víðar).
37 Örn Ólafsson. Kóralforspil hafsins (1992:24).
38 Þorsteinn Þorsteinsson (2005:115–116).
39 Eysteinn Þorvaldsson (1980:17).
40 Þorsteinn Þorsteinsson (2005:120–121).