Són - 01.01.2006, Page 135

Són - 01.01.2006, Page 135
GÖMUL PRÓSALJÓÐ OG FRÍLJÓÐ 135 Ég sé ekki að Þorsteinn hafi sýnt fram á að þessar skilgreiningar séu lítilsverðar. Það er óviðfelldið að sjá hann hallmæla Friedrich á sömu síðum og hann kemur með meginatriði hans35 án þess að nefna að Friedrich segi í bók sinni að meginatriði módernra ljóða sé að skapa veruleika í stað þess að líkja eftir.36 Og ekki er það neikvæð skil- greining. Vissulega er ég ósammála skilgreiningu Eysteins Þorvaldssonar á módernisma, svo sem ég rakti bók minni.37 Það er algengt að fólk greini á um slík heiti og skilgreiningar, einkum framan af. Ævinlega tekur nokkurn tíma fyrir bókmenntahugtök að skýrast og festast í sessi, svo það réttlætir ekki að hafna þeim. Ég tek bara þessa klausu úr bók minni um ágreining við bók Eysteins: Það er einkennileg skilgreining á nútímaljóðum, að þau eigi að hafa einhver tvö af þremur einkennum, sem í raun tengjast ekkert innbyrðis: bragfrelsi, hnitun og sjálfstæði mynda. Það sýnir að hér er fyrst og fremst um tímasetningu að ræða, og reynt að spanna mjög sundurleitan straum nýjunga. Ég undrast þó að Þorsteinn skuli taka Eystein í lið sitt með orðun- unum: „ef ”módern skáld“ þýðir hér „nútímaskáld“ eins og yfirleitt hjá Eysteini”38, því Eysteinn sagði: Í kringum 1950 er fyrst farið að ræða um skáldskap í þessari merkingu í rituðu máli og þá oftast nær með því að bendla hann við nútímann á villandi hátt: „nútímaljóðið“, „hin nýja ljóðlist“, „nútímaskáld“ ...39 Enda eru þessi orð Þorsteins í mótsögn við það sem hann segir þegar hann gagnrýnir skilgreiningu Eysteins á orðinu módern sem geri það að verkum að Þorpið eftir Jón úr Vör teljist ekki með.40 Trauðla myndi þó nokkur, sem íslensku talar, efast um að það sé nútímaljóð. En þetta er bara enn eitt dæmi þess að þetta safnheiti Þorsteins leiðir í ógöngur. Myndu ekki allir fallast á að ljóð til dæmis Steins Steinars, 35 Þorsteinn Þorsteinsson (2005:99–101). 36 Friedrich, Hugo. (1988:17 og víðar). 37 Örn Ólafsson. Kóralforspil hafsins (1992:24). 38 Þorsteinn Þorsteinsson (2005:115–116). 39 Eysteinn Þorvaldsson (1980:17). 40 Þorsteinn Þorsteinsson (2005:120–121).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.