Són - 01.01.2006, Blaðsíða 142

Són - 01.01.2006, Blaðsíða 142
AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR142 verða taldar upp, fyrst frumútgáfur og þá endurútgáfur, og gerð verður grein fyrir ljóðaþýðingum og ljóðum fyrir börn. Að lokum verður litið yfir það helsta í umræðunni og uppákomum síðasta árs. Erfitt getur verið að henda reiður á öllu því sem ljóðskáld sendu frá sér á árinu enda verkin missýnileg og því líklegt að eitthvað fari forgörðum. En hversu viðamikil skyldi þessi samantekt geta orðið? Skyldu landsmenn hafa litið tíu nýjar ljóðabækur á árinu eða tuttugu eða jafnvel þrjátíu? Ætli það sé ekki vænlegast að byrja á að líta á þær bækur sem auglýstar eru í Bókatíðindum? Hvorki meira né minna en þrjátíu og sex ljóðabækur eru taldar upp í bæklingnum Bókatíðindi 2005. Þetta eru bækur af ýmsu tagi, flestar frumútgáfur, en einnig er nokkuð um endurútgáfur ljóða eftir þekkt skáld, sem og hljóðbækur. Kápumyndir bókanna eru svona og svona, áberandi minna hannaðar af fagfólki en bókarkápur í skáld- sagnakaflanum bera með sér að vera. Ekki þarf að koma á óvart að fallegustu bókarkápurnar virðast koma frá stóru forlögunum, líklega vegna þess að þar eru fjárráðin meiri og umbúðamálin eflaust í hönd- um sérfræðinga á sviði hönnunar. En skiptir þetta máli? Verðum við ekki bara að treysta því að unnendur ljóða dæmi ekki innihaldið eftir útlitinu heldur leggi til atlögu við jafnvel ósjálegustu bitana? Eru konfektmolar í skrautlituðum álpappír nokkuð betri en hinir? kann einhver að spyrja. Eða telja ljóðskáld sig og lesendur sína kannski bara hafna yfir neyslumenningu nútímans og þar á meðal umbúðir? Það skyldi þó aldrei vera. Ekki bara að bókakápurnar bendi til þess, heldur einnig sú staðreynd að einungis helmingur ljóðabóka ratar inn á glanspappír Bókatíðindanna, eins helsta auglýsingamiðils sem sérstak- lega er beint að bókmenntaunnendum og öðrum bókmenntaneyt- endum. Staðreyndin er nefnilega sú að ljóðabækur ársins 2005 eru ekki þrjátíu og sex heldur vel yfir sjötíu! Og sé miðað við höfða- töluna margfrægu, geri aðrar þjóðir betur! Frumútgáfur Frumútgáfur eru eðli málsins samkvæmt fyrirferðarmesti „flokkur- inn“ enda bera þær með sér neistann og ólguna í ljóðagerðinni. Í þess- um flokki má búast við að finna flóruna alla og þá ekki síst nýgræð- ingana sem eru ómissandi og gefa fyrirheit um áframhaldandi grósku. Eftir því sem næst verður að komist eru frumútgefnar ljóðabækur ársins yfir fimmtíu talsins og er þeim raðað niður eftir útgáfufyrir- tækjum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.