Són - 01.01.2006, Side 152

Són - 01.01.2006, Side 152
152 AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR horfir út um glugga húsa sinna þar sem A horfir á B, B horfir á C, C á D og svo framvegis. Bókaútgáfa Nýhils sendi frá sér sjö ljóðabækur á árinu, þar af fjórar í ritröðinni Norrænar bókmenntir. Um ljóðaritröð þessa má lesa þokkalega samantekt eftir Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur á vefsíðunni <kistan.is> og hef ég í raun litlu við hana að bæta. Kverið Ást æða varps samanstendur af ljóðum sjö skálda, afar misjöfnum að formi og gæðum. Ljóð Hildar Lilliendahl „Einmitt nákvæmlega akkúrat svona með fyrir- vara um nauðsynlegar breytingar á hegðun atferli og framkomu“ er dæmi um vel heppnað ljóð sem segir mikla sögu sem smellpassar við óróleikann í ljóðstílnum sem segja má að einkennist af óskipulegu flæði. Rétt áður en ég sný mér að öðrum flokki ljóðabóka, það er endur- útgáfum, langar mig að nefna eina bók til viðbótar, Gleðileikinn djöful- lega eftir Sölva Björn Sigurðsson. Þetta er óvenjuleg bók að mörgu leyti og vakir hér að baki Gleðileikurinn guðdómlegi eftir Dante. Verkið er í raun og veru paródía þar sem hversdagslegt umfjöllunarefni er fært í háleitan búning; útkoman verður skopstæling sem megnar að draga fram fáránleika hversdagsins. Þótt kveðandin sé ekki gallalaus verður ekki efast um rithæfileika Sölva og það nýnæmi sem söguljóð hans hlýtur að teljast meðal íslenskra bókmennta. Ég get þó ekki varist þeirri hugsun að höfundur hafi of mikið að segja til að sú saga njóti sín til fullnustu í því formi sem hann valdi henni og velti því fyrir mér hvort hún hefði ekki átt betur heima í hefðbundnu skáldsögu- formi, ekki síst þar sem hún fjallar um heim yngri kynslóðarinnar, sem hlýtur þá að vera hinn svokallaði „markhópur“. Kannski eru það bara fordómar en mig grunar að þennan markhóp vanti ef til vill þá þolinmæði sem formið krefst af lesanda sínum. Sá heimur sem skáldið yrkir um er heimur þeirrar kynslóðar sem lifir og hrærist í skemmt- anamenningu Reykjavíkur. Þetta er heldur nöturleg og jafnvel ógeð- felld veröld sem væntanlega flest fólk yfir fertugu þekkir ekki, og er líklega guðslifandi fegið að þurfa aldrei að kynnast. Höfundar sem kjósa að draga fram hinar dökku hliðar mannlífsins og færa undir- heimana upp á yfirborðið, eins og Sölvi gerir hér, gera það oftar en ekki undir þeim formerkjum að öll þurfum við að þekkja hið ljóta til að geta notið þess góða. Ég veit ekki um tilgang höfundar með þess- ari bók en eftir stendur, að mínu viti, vel skrifuð bók sem nær þó ekki að göfga lífið á nokkurn hátt. Hún nær engan veginn að skerpa sýn mína á lífið enda vantar hana tilfinningu og það er eins og höfundinn vanti – þrátt fyrir frásagnargáfu – þörf fyrir að vilja gefa af sér; því verður bókin eins og andstæða þess konar ljóðlistar sem ég nefndi í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.