Són - 01.01.2006, Page 152
152 AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
horfir út um glugga húsa sinna þar sem A horfir á B, B horfir á C, C
á D og svo framvegis.
Bókaútgáfa Nýhils sendi frá sér sjö ljóðabækur á árinu, þar af fjórar
í ritröðinni Norrænar bókmenntir. Um ljóðaritröð þessa má lesa
þokkalega samantekt eftir Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur á vefsíðunni
<kistan.is> og hef ég í raun litlu við hana að bæta. Kverið Ást æða varps
samanstendur af ljóðum sjö skálda, afar misjöfnum að formi og gæðum.
Ljóð Hildar Lilliendahl „Einmitt nákvæmlega akkúrat svona með fyrir-
vara um nauðsynlegar breytingar á hegðun atferli og framkomu“ er
dæmi um vel heppnað ljóð sem segir mikla sögu sem smellpassar við
óróleikann í ljóðstílnum sem segja má að einkennist af óskipulegu flæði.
Rétt áður en ég sný mér að öðrum flokki ljóðabóka, það er endur-
útgáfum, langar mig að nefna eina bók til viðbótar, Gleðileikinn djöful-
lega eftir Sölva Björn Sigurðsson. Þetta er óvenjuleg bók að mörgu
leyti og vakir hér að baki Gleðileikurinn guðdómlegi eftir Dante. Verkið
er í raun og veru paródía þar sem hversdagslegt umfjöllunarefni er
fært í háleitan búning; útkoman verður skopstæling sem megnar að
draga fram fáránleika hversdagsins. Þótt kveðandin sé ekki gallalaus
verður ekki efast um rithæfileika Sölva og það nýnæmi sem söguljóð
hans hlýtur að teljast meðal íslenskra bókmennta. Ég get þó ekki
varist þeirri hugsun að höfundur hafi of mikið að segja til að sú saga
njóti sín til fullnustu í því formi sem hann valdi henni og velti því fyrir
mér hvort hún hefði ekki átt betur heima í hefðbundnu skáldsögu-
formi, ekki síst þar sem hún fjallar um heim yngri kynslóðarinnar,
sem hlýtur þá að vera hinn svokallaði „markhópur“. Kannski eru það
bara fordómar en mig grunar að þennan markhóp vanti ef til vill þá
þolinmæði sem formið krefst af lesanda sínum. Sá heimur sem skáldið
yrkir um er heimur þeirrar kynslóðar sem lifir og hrærist í skemmt-
anamenningu Reykjavíkur. Þetta er heldur nöturleg og jafnvel ógeð-
felld veröld sem væntanlega flest fólk yfir fertugu þekkir ekki, og er
líklega guðslifandi fegið að þurfa aldrei að kynnast. Höfundar sem
kjósa að draga fram hinar dökku hliðar mannlífsins og færa undir-
heimana upp á yfirborðið, eins og Sölvi gerir hér, gera það oftar en
ekki undir þeim formerkjum að öll þurfum við að þekkja hið ljóta til
að geta notið þess góða. Ég veit ekki um tilgang höfundar með þess-
ari bók en eftir stendur, að mínu viti, vel skrifuð bók sem nær þó ekki
að göfga lífið á nokkurn hátt. Hún nær engan veginn að skerpa sýn
mína á lífið enda vantar hana tilfinningu og það er eins og höfundinn
vanti – þrátt fyrir frásagnargáfu – þörf fyrir að vilja gefa af sér; því
verður bókin eins og andstæða þess konar ljóðlistar sem ég nefndi í