Són - 01.01.2006, Side 156

Són - 01.01.2006, Side 156
156 AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR eftir Inger Hagerup og ljóðin „ Jöklasóley“ og „Ævintýri“ eftir Olav H. Hauge og birti í Són 3. Garðar Baldvinsson þýddi „Draugaveiki“ eftir Louis Alberto Urrea og birti í ljóðabók sinni höfðaborg (GB út- gáfa). Þá var ljóðaþýðing Þorsteins Gylfasonar „Morgunsöngur: handa Sigfúsi Halldórssyni“ eftir Ruggiero Leoncavallo endurprent- uð í Mími 44 og þýðingar hans „Páskaliljur“ eftir William Words- worth, „Vegur við sjó“ eftir Jean Anouilh og „Nöfnin á köttum“ eftir Thomas Stearns Eliot birtust í Ritinu 5. Þá voru ljóðaþýðingar birtar í Morgunblaðinu og eru mér minnisstæð ljóð eftir írska þjóðfræðinginn Daíthí Ó hÓgáin og sænskan kollega hans Bengt af Klintberg, en ljóð þeirra voru lesin á frummálinu sem og íslensku í Norræna húsinu þann 14. júní í tengslum við keltnesk-norræna-baltneska þjóðfræði- ráðstefnu. Í skýrslu þessari skal einungis gripið niður í tvær ljóðaþýðingar, Sígaunaljóð eftir Federico García Lorca (Kristján Eiríksson þýddi) og Brjálsemiskæki á fjöllum eftir Po Chü-i (Vésteinn Lúðvíksson þýddi). Hvor tveggja útgáfan er vönduð og í formálum þýðenda er að finna fróðleik um skáldin tvö og verk þeirra; ljóðum Lorca fylgja þar að auki ítarlegar skýringar aftan við. Sígaunaljóðum Lorca er skipt niður í tvo hluta, 1) „Sígaunaljóð“ og 2) „Þrjár söguþulur“. Kristjáni Eiríks- syni tekst vel upp í þýðingum sínum sem eru að jafnaði hljómmiklar og bera þekkingu hans á lögmálum bragfræðinnar gott vitni. Heimur Lorca getur þó verið byrjendum heldur torræður og koma þá skýr- ingarnar að góðu gagni. Einungis eitt ljóð, „Eiginkonan ótrúa“ (bls. 34), þarfnast ekki útskýringa og felur í sér heitar ástríður með spaugi- legum undirtóni. Í ljóðabók Po Chü-i, Brjálsemiskækir á fjöllum, er að finna einstakar mannlífsmyndir þar sem hvert ljóð er í raun heill og framandi heimur. Að vísu eru ljóðin misjöfn; sum hreyfa við en önnur ekki. Í þýðingu Vésteins Lúðvíkssonar verða þessi ljóð, sem ort eru í Kína á 9. öld, í raun tímalaus og þótt hinn íslenski lesandi viti svo sem vel að þau eigi að gerast í Austurlöndum til forna er ég viss um að ljúga mætti að mörgum að þau hefðu verið ort í gær, jafnvel á Íslandi. Tímaleysi ljóðanna kemur til að mynda vel í ljós þar sem höfundur dregur upp ákaflega einfaldar myndir af kunnuglegum – og viðkunnanlegum – aðstæðum, en slík ljóð sýna okkur að skynjun manna og upplifun þeirra af náttúrunni og hversdeginum hefur verið með líku móti önd- verðum megin á hnettinum fyrir rúmum tug alda og á norðlægum slóðum árið 2005. Gott dæmi um þetta er örstutt ljóð sem ber heitið „Nætursnjór“ (bls. 44):
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.