Són - 01.01.2006, Síða 160

Són - 01.01.2006, Síða 160
AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR160 og uppákomum. Nýhil samanstendur af „ungum“ skáldum (aldurs- mörk sveigjanleg) sem eiga líklega fátt sameiginlegt annað en að vera ung því að ljóðin eru jafn ólík og skáldin eru mörg. Eins og önnur skáld – á öllum aldri – eru ljóðskáld Nýhils upptekin af heimspeki- legum vangaveltum, jafnt sem hinum hversdagslegustu fyrirbærum og uppákomum í umhverfi sínu. Ljóðin endurspegla því líf fólks í ís- lensku nútímasamfélagi, þar sem lífsgæðakapphlaup, fjölmiðlafár, firr- ing og trúhræsni fá sinn skerf, en auk þess að sjálfsögðu ástin og jafn- vel kynlífið. Sum þessara skálda gæða ljóð sín uppreisnaranda, önnur vonleysi og enn önnur háði. Þótt í raun sé ógerningur að fjalla um ólík skáld undir sama hatti má finna ákveðinn samhljóm með skáld- um Nýhils. Þetta er ekki endilega hljómur sem ekki hefur heyrst áður enda ekki víst að umrædd skáld séu að leggja sig svo mjög eftir að koma með „eitthvað nýtt“. Einnig er tjáningarmátinn ólíkur og hjá eldri skáldum; flæðið er áberandi (þó ekki algilt) og mjög í andstæðu við hið meitlaða ljóðform. Skáld Nýhils leitast við að snerta lesendur sína, hreyfa við þeim, eins og skáld allra tíma, en þar sem reynslu- heimur lesenda verður sífellt flóknari og mettaðri verða tilraunir skáldanna til áhrifa sífellt öfgafyllri og leita þau þá æ meir í þá átt að ganga fram af fólki og fara yfir mörk sem áður þóttu óviðeigandi. Í dag er allt leyfilegt, bæði hvað varðar efni, stíl og aga. Félagar Nýhils eru ekki einungis menn orða heldur einnig verka og stóðu fyrir myndarlegri ljóðahátíð um verslunarmannahelgina undir yfirskriftinni Alljóðlega þjóðahátíðin. Boðið var upp á ljóðalestur og fyrirlestra í húsnæði Klink og Bank og Norræna hússins. Meðal ljóðskálda sem lásu verk sín voru sex erlend skáld frá jafnmörgum löndum sem komu sérstaklega til landsins vegna hátíðarinnar. Þetta voru Anna Hallberg frá Svíþjóð, Christian Bök frá Kanada, Catharina Gripenberg frá Finnlandi, Billy Childish frá Bretlandi, Jesse Ball frá Bandaríkjunum og Lone Hørslev frá Danmörku. Ljóðlist þessara skálda er fjölbreytileg, bæði að formi og efni, enda var haft eftir Jesse Ball í blaðaviðtali að ástandið í heiminum væri marg- rætt og því þörf á „að túlka heiminn á margræðan hátt“6 – hljóta það að teljast orð að sönnu. Christian Bök flutti eins konar hljóðaskáld- skap sem ætlað er að vekja hughrif með hljóm orðanna en ekki merkingu þeirra. Þetta nýstárlega ljóðform hefur eflaust vakið marga til umhugsunar um mikilvægi hljómsins í ljóðinu. Þótt skáld hafi mörg hver kosið að „afklæða“ ljóðið forminu eða slíta það úr viðjum 6 „Skáldskapurinn, baðverðir og vitleysa“ (2005:26).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.