Són - 01.01.2006, Síða 161
LJÓÐ 2005 161
þess sem við höfum lengi kallað „bundið mál“ – þarf enginn að efast
um að samhljómur orða hefur sterkari áhrif á viðtakendur en
hefðbundin orðræða; þetta eru einfaldlega gömul sannindi – og til-
gangurinn er jú líklega alltaf sá að hreyfa við þeim sem á móti tekur.
Málþing ljóðahátíðarinnar, sem fram fór í Norræna húsinu þann 30.
ágúst, skiptist í tvo hluta; sá fyrri fjallaði um framúrstefnu eða jaðar-
stefnu en sá síðari, sem fór fram um kvöldið, var tileinkaður alþjóð-
legri umræðu og fór fram á ensku. Á fyrri hlutanum, að minnsta kosti,
var áheyrendahópurinn talsvert frábrugðinn þeim sem hafði setið
ljóðaþing í háskólanum nokkru fyrr og kannaðist undirrituð í mesta
lagi við tvo úr hópi áheyrenda sem höfðu sótt báða viðburðina.
Tilgangur þessa málþings var að gera úttekt á samtímaljóðlist og í pall-
borðsumræðum um efnið tóku eftirfarandi þátt: Benedikt Hjartarson,
Davíð Stefánsson, Haukur Már Helgason, Haukur Ingvarsson, Sig-
ríður Albertsdóttir og Valur Brynjar Antonsson.
Valur Brynjar flutti fróðlegt erindi um vakningu á avant garde
ljóðlist, eða framúrstefnuhugsun, en að því loknu snerust umræður
einkum um samtímaljóðlist á Íslandi. Sigríður Albertsdóttir hélt því
fram að nýtt og kraftmikið tímabil væri nú hafið með ungum skáldum
á Íslandi. Hún ræddi nokkuð um helstu einkenni þessara skálda og
taldi sig meðal annars greina mun á skáldskap karla og kvenna; skáld-
konurnar væru leitandi eftir sjálfsímynd og karlarnir, sem vissulega
væru leitandi líka, beittu frekar fyrir sig íróníu og að skáldskapur
þeirra einkenndist jafnvel af sterkri sjálfsíróníu þar sem hin staðlaða
karlímynd væri dregin niður í svaðið. Hún taldi þó að vá lægi undir
hálfkæringnum, og jafnvel heimsendasýn. Hún sagði að fólk væri að
túlka „núið“ – og að ljóðskáld fjarlægðust í auknum mæli kröfuna um
að gera sífellt eitthvað nýtt enda væri sú krafa afar íþyngjandi.
Haukur Már Helgason talaði einnig um reynsluheim ljóðskáldanna
og taldi að skáldin væru að reyna að yrkja Netið, rappið og allan
samtímann inn í ljóðið. Eflaust mætti fella ljóðabók Kristians Gutte-
sen, Litbrigðamyglu, undir þessa skilgreiningu en þar er borin á borð
svokölluð ljóðahrollvekja. Málþingið var líflegt og skemmtilegt og
greinilegt er að gróska er í íslenskri ljóðlist þótt ef til vill sé fullsnemmt
að tala um nýtt tímabil að öðru leyti en því að ný tímabil eru ávallt í
uppsiglingu.
Forsprakkar Nýhil-hópsins hafa og ekki legið á skoðunum sínum
á öðrum vettvangi. Eiríkur Örn Norðdahl skrifaði grein um stöðu
íslenskrar ljóðlistar í Tímarit Máls og menningar 3, 2004 þar sem hann
sparaði ekki stóru orðin, eflaust í þeim tilgangi að vekja umræðu,