Són - 01.01.2006, Síða 162
AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR162
vekja menn til umhugsunar og kalla eftir viðbrögðum. Þetta gerir
hann meðal annars með því að spyrja: „Hvers vegna er íslensk ljóð-
list svona léleg?“ Sjálfur virðist hann ekki hafa svör á takteinunum
enda spurning hversu mikil alvara liggur að baki spurningu hans.
Hann bendir þó meðal annars á að skortur á viðfangsefnum sé að
eyði-leggja ljóðið og að íslenskir lesendur séu lélegir og að lesenda-
hópurinn hafi engan sjálfstæðan smekk; þetta sé kreppa ljóðlistarin-
nar. Einnig er honum sérlega í nöp við orðið „ungskáld“, og telur að
það feli í sér lítilsvirðingu og að ungskáld séu ekki „fyllilega með“,
þau séu „hálfskáld“.7 Ég leyfi mér að efast um þetta, enda hef ég
alltaf haft það á tilfinningunni að ljóðaunnendum þyki ungskáldin
sérstaklega spennandi; það býr kraftur að baki orðinu ungskáld, og
ekki má gleyma því að mörg skáld eru aldrei neitt annað en ung-
skáld; þau vaxa svo frá ljóðinu þegar brauðstritið hefst fyrir alvöru,
húsnæðiskaup, barnauppeldi, starfsframi og því um líkt. Önnur
skáld hafa ef til vill haldið áfram að yrkja, en aldrei náð þeim hæðum
sem þau náðu á ungskáldaferlinum. Ungskáld eru oftar en ekki
móðguð og reið; þegar heimurinn gefur þeim utan undir bregðast
þau við með skáldskap; ljóð þeirra eru því gjarnan full af tilfinningu.
Eins og svo mörg önnur skáld eru ungskáldin með hnút í maganum
yfir ástandi heimsins en leitast við að hafna þessu ástandi fremur en
að kyngja því. Verið getur að mörg ungskáld eigi eftir að ná list-
rænum þroska, einkum hvað varðar framsetninguna, en það er ekki
það sama og að vera hálfskáld.
Grein Eiríks einkennist af húmor, kaldhæðni og vægðarlausri gagn-
rýni og mörgum kynni að þykja sem höfundur færi sums staðar yfir
„strikið“ (með tilliti til velsæmis og almennrar kurteisi) en ljóst má
vera að greininni er ekki ætlað að vera innlegg í fræðilega umræðu.
Eiríkur getur þess að Geirlaugur Magnússon hafi í ritdómi um bók
hans kallað hann „skuggaboxara“ og við lestur greinarinnar getur
maður ekki annað en velt því fyrir sér hvort Geirlaugur hafi ef til vill
átt kollgátuna þar enda maður með ríkt innsæi.
Viðbrögð við grein Eiríks voru lítil, að minnsta kosti á prenti, og
þá í raun ekki önnur en pistill sem Gunnar Randversson skrifaði í
Lesbók Morgunblaðsins undir yfirskriftinni „Gróska í íslenskri ljóða-
gerð“. Gunnar gagnrýnir óvönduð vinnubrögð Eiríks sem hann telur
að vaði úr einu í annað, sé yfirlýsingaglaður og driti „á allt og alla
nema vini sína“; yfirlýsingarnar séu þar að auki órökstuddar. Gunnar
7 Eiríkur Örn Norðdahl (2004:41, 45–47).