Són - 01.01.2012, Side 15
„Yggjar bjór hver eiga myni, ósýnt þykir lýða kyni“ 15
Í sjötta erindi er þriðja hendingin þessi: Oddar gerva jarli megin. Orðið
jarl(s)megin kemur fyrir í vísu í ÖrvarOdds sögu24 og svo í 54. vísu í Hátta
tali Snorra:25
Skýtr at Sk†glar veðri,
(en skjaldagi haldask)
Hildar hlemmidrífu
of hvítum þr†m rítar;
en í sœfis sveita
at sverðtogi ferðar
rýðr aldar vinr odda
(þat er jarlmegin) snarla.
Nokkur skyldleiki gæti verið hér á ferð – orðið oddur/oddar kemur
einnig fyrir í báðum vísunum.
Næstsíðustu ljóðlínuna vel hefur sá er það líða lætur, ‘best er að taka
hlutunum með jafnaðargeði’, er hægt að skilja sem svo að skáldið sé að
stappa í sig stálinu þótt ýmsir bjóði öðrum fár, þ.e. 5. ljóðlína – en skáldinu
hafi verið sýndur háski eða sviksemi.
Næstu þrjár vísur, þ.e. sjöunda, áttunda og níunda vísa, rekja forn
minni. Þrír kappar fornaldarsagna eru þar nefndir: Bjarki, Starkaður og
Hrómundur. Í þremur lokalínum er nefndur Eljárnir sem kann að vera
Eleasar sem frá er sagt í Gamla testamentinu.26 Þetta er eina dæmið um að
skáldið vísi í sögur Biblíunnar. Ekkert verður í raun ráðið af þessu um
skáldið sjálft en vel kemur þessi þekking heim við þá skoðun að skáldið
hafi verið 13. aldar maður.
Í áttundu vísu verða hins vegar fyrir okkur goðfræðileg nöfn sem
eru kunn úr Snorra-Eddu: Brandingi, Mardallar grátur, Þjazi jötunn mælti (eða
mældi) gulli sjálfur. Brandingi er óþekkt sögupersóna. Nafnið virðist ein-
göngu koma fyrir hér og svo sem heiti á jötni í þulum SnorraEddu.27 Um
þessa samsvörun er reyndar ekki mikið að segja því að jötnaheiti eru
ótal mörg og þetta kann að vera einber tilviljun. Merking nafnsins gefur
heldur engar sérstakar bendingar en það er talið leitt af brandur ‘logandi
raftur’.
Mardallar grát þekkjum við úr SnorraEddu. Mardöll er eitt af heitum
Freyju. Óður hét maður hennar en „Óður fór í braut langar leiðir, en
24 Fornaldarsögur Norðurlanda II (1954:327).
25 Snorri Sturluson (1999:24).
26 Sjá Cederschiöld (1883:77, neðanmáls) og Gunnar Skarphéðinsson (2004:47).
27 Beinviðr, Björgólfr / ok Brandingi / Dumr, Bergelmir / Dofri ok Miðjungr / Nati, Sek-
mímir. / Nú er upp talið/ ámáttligra / jötna heiti. Edda Snorra Sturlusonar (1931:195).