Són - 01.01.2012, Page 16
16 Gunnar Skarphéðinsson
Freyja grætur eftir og tár hennar er gull rautt.“28 Í kenningum kemur
Mardallar grátur og tilbrigði við það orðalag fimm sinnum fyrir sam-
kvæmt Lexicon Poeticum (LP) og þar af einu sinni hjá Snorra: Mardallar
hvarma fagrregn í 42. vísu í Háttatali. Kenningin og sagan, sem liggur
henni að baki, er því þekkt löngu fyrir daga Snorra eins og vænta
mátti. Mardallar tár koma til dæmis fyrir í Bjarkamálum hinum fornu sem
eru talin vera frá 10. öld. Um þetta er því ef til vill ekki annað að segja
en að skáld vort kann sína goðafræði.
Synir Ölvalda jötuns, sem var mjög gullauðugur, voru þrír: Þjazi,
Iði og Gangur. Þegar þeir skiptu arfi eftir föður sinn „[…] þá höfðu
þeir mæling at gullinu, […] at hverr skyldi taka munnfylli sína ok allir
jafnmargar. […] En þat höfum vér orðtak nú með oss, at kalla gullit
munntal þessa jötna,“29 segir Snorri. Bragi skáldskapargoð segir þessa
sögu en Ægir mælir þegar hann hefur heyrt þessi niðurlagsorð: „Það
þykir mér vera vel fólgið í rúnum.“30 Setningin minnir eilítið á loka-
hendinguna í áttunda erindi í M: helsti eru nú minni forn. Þess ber að geta
að Þjazi jötunn kemur víða fyrir í fornum kveðskap, til dæmis í Grímnis
málum (nr. 11) og Hárbarðsljóðum (nr. 19). Það verður því ekki sagt um
þetta dæmi að það sýni sérstök tengsl – einungis eitt dæmið enn um
„skörun“ efnis ef svo má segja milli M og SnorraEddu.
Níunda erindið fjallar allt um dauða Baldurs. Ástæða þykir til að
birta það í heild:
Friggjar þótti svipur að syni.
Sá var taldur úr miklu kyni.
Hermóður vildi auka aldur.
Éljúðnir vann sólginn Baldur.
Öll grétu þau eftir hann.
Aukið var þeim hlátrarbann.
Heyrinkunn er frá honum saga.
Hvað þarf eg um slíkt að jaga.
Samsvörunin við SnorraEddu er fullkomin en þar segir að þegar Baldur
var fallinn og „[…] er æsirnir [sá var taldur úr miklu kyni] freistuðu að
mæla, þá var hitt þó fyrr, að gráturinn kom upp […] en er goðin vitk-
uðust, þá mælti Frigg og spurði, hverr sá væri með ásum, er eignast
28 Edda Snorra Sturlusonar (1931:38).
29 Edda Snorra Sturlusonar (1931:81).
30 Edda Snorra Sturlusonar (1931:82).