Són - 01.01.2012, Side 21
„Yggjar bjór hver eiga myni, ósýnt þykir lýða kyni“ 21
Vel hefir hinn er situr of sitt –
svartflekkótt er kvæði mitt.
Í útgáfu sinni fjallar Möbius rækilega um þetta nafn og hvað það muni
merkja.44 Hann bendir á stutta frásögu í Hákonar sögu gamla Hákonar
sonar sem er býsna athyglisverð í tengslum við þetta erindi. Atvikið
á sér stað í Þrándheimi þegar Snorri er staddur þar í síðari utanferð
sinni (1237–1239):
„Sem hertoginn [átt er við Skúla hertoga Bárðarson] kom norðr til
Þrándheims, gerðu menn mikit orð á, at lendir menn Hákonar kon-
ungs hefði þá verit miklir umspillamenn með þeim hertoganum, ok
eignuðu þat mest Gauti Jónssyni.
Hertoginn spurði einn dag Snorra Sturluson í skemmtan: „Hvárt
er þat satt,“ sagði hann, „at þér segið, at Óðinn sá, er var fyrir forn-
konungum, héti Gautr öðru nafni?“
Satt er þat, herra,“ sagði Snorri.
„Yrk nú vísu at því,“ sagði hertogi, „ok seg, hversu mjög þessi líkist þeim.“
Þá kvað Snorri þetta“:45
Herfanga bauð Hringi
hjaldr einsköpuðr galdra,
Gautr hvatti þrym þróttar
þann, ok Hilditanni.
Oflengi veldr yngva
ósætt, en vel mætti
herstefnandi hafna
hans dóm, völundr rómu.
Gissur Þorvaldsson var um skeið tengdasonur Snorra en hann átti
Ingibjörgu dóttur hans. Þau skildu árið 1231 og „[…] var þeira hjú-
skapr jafnan óhægr, ok segja þat flestir, at hon ylli því meir en hann.
En þó váru ástir miklar af henni.“ Þannig farast Sturlu Þórðarsyni orð
um hjónaband þeirra.46
Jón, sonur Snorra, sem kallaður var murtur, var veginn í Noregi og
var Gissur þá með honum þar. Þetta gerðist eftir jól árið 1231. Tíðind-
44 Málsháttakvæði (1873:36–38).
45 Sturla Þórðarson (1957:228–229). Endursögn Guðna Jónssonar: Einkaskapari galdra (Óðinn)
bauð Hringi og Hilditanni að berjast; Gautur (Óðinn) hvatti til þeirrar orustu. Oflengi
veldur ófriðarsmiðurinn (Óðinn) ósætt konunga, en vel mætti hertoginn hrinda dómi hans.
46 Sturlunga saga I (1946:346).