Són - 01.01.2012, Page 24
24 Gunnar Skarphéðinsson
til hugar að átt væri við svokallaðan tvímenning55 en hans er getið sem
siðvenju til dæmis í Egils sögu (7. kafla) og í Ynglinga sögu (37. kafla). Lýs-
ingar á þessari venju við öldrykkju eru víðar, en Snorri lýsir henni svo
í Ynglinga sögu: „Ok er hann [Hjörvarðr konungr] kom til veizlunnar,
þá var þar fagnaðr mikill. Ok um kveldit, er full skyldi drekka, þá var
þat siðvenja konunga, þeira er at l†ndum sátu eða veizlum, er þeir létu
gera, at drekka skyldi á kveldum tvímenning, hvárr sér, karlmaðr og
kona, svá sem ynnisk, en þeir sér, er fleiri væri saman.“56 Það kemur
einnig fram í Egils sögu að „[…] þar var hlutaðr tvímenningr á †ptnum,
sem siðvenja var til“.57 Hvort hér er um einhver bein tengsl að ræða
skal ósagt látið en áhugasviðið er vissulega Snorra þó að hann sé svo
sem ekki einn um það.
Í tuttugasta og áttunda erindi eru engar beinar hliðstæður – en þar,
eins og oftar í kvæðinu, raðar skáldið málsháttunum þannig að þeir
virðast segja leynda sögu. Skáldið er að ljúka kvæðinu og lítur yfir ásta-
málin – eða hvað?
Geta má þess er gengið hefur.
Gerir sá betur er annan svefur.
Veitk-at eg víst hvað verða kann.
Villa er dælst of heimskan mann.
Fláráðum má síst of trúa.
Til sín skyldi hinu betra snúa.
Hugga skal þann er harm hefir beðið.
Helsti mjög er að flestu kveðið.
Skáldið hefur sagt sögu sína eins og hún gekk fyrir sig, hann vill sættast
við orðinn hlut, enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér en auðvelt
er að blekkja þann heimska. Þeir sem eru svikulir eru mönnum hættu-
legastir. Réttast er að líta á björtu hliðarnar. Þann ber að hugga er
mætt hefur sorg. Fullmikið gera menn úr flestum málum.
Í tuttugasta og níunda erindi kemur kenningin Yggjar bjór(s) fyrir (og
raunar einnig í upphafsvísu J) en ekkert sérstakt er hægt að ráða af því
enda Óðinsheitið Yggur talsvert algengt í kenningum. Skáldskapur eða
kvæði gat einnig kallast: Yggs fengr (í Háttatali 31. v. og í J 2. v.), Yggs full
(í Arinbjarnarkviðu 6. v.), Yggs mjöðr (í Velleklu 33. v.), Yggs líð (hjá Kormáki
55 Op.cit.
56 Íslenzk fornrit XXVI (1941:67–68).
57 Íslenzk fornrit II (1933:16).