Són - 01.01.2012, Side 25
„Yggjar bjór hver eiga myni, ósýnt þykir lýða kyni“ 25
í 14. lausav., hjá Haraldi harðráða í 5. lausav. og hjá Eilífi Snorrasyni í
1. lausav.) og Yggs öl (hjá Braga gamla Boddasyni í 2. lausav. sbr. ölberi).
Sá sem hér yrkir vill greinilega dylja nafn sitt. Hann tekur fram að
ekkert muni stoða að grennslast fyrir um hver hann sé. Hann segir
í öðru orðinu að kvæðið sé vel ort en í hinu orðinu segist hann vera
hroðyrtur. Skopskynið er samt við sig en trúlega vill skáldið samt dylj-
ast af því að málið er allt afar viðkvæmt.
Mikið vantar á lokaerindið, hið þrítugasta, og verður ekkert ráðið
af því – nema hvað skáldið segir: Stjórnlausu hef eg slungið saman sem
ber líklega að skilja svo að engin reglufesta sé ríkjandi í kvæðinu. En
sennilega er skáldið hér sem oftar að tala þvert um hug sér.
Solveig og Snorri – athuganir II
Solveig Sæmundardóttir (sennilega fædd nærri aldamótunum 1200, d.
17. apríl árið 1254) var af ætt Oddaverja. Hún var dóttir Sæmundar
Jónssonar (f. 1154, d. 7. nóv. 1222), Loftssonar, Sæmundarsonar hins
fróða í Odda. Sturlunga getur Solveigar allvíða. Fyrst er hennar getið í
Ættartölum.58
Næst er hennar getið þegar sagt er frá föður hennar, Sæmundi
Jónssyni í Odda.59 Sæmundur átti börn með nokkrum konum eins og
títt var um höfðingja á Sturlungaöld. Valgerður hét móðir Solveigar
og var dóttir Jóns Loðmundarsonar. Hún er stundum í Íslendinga sögu
nefnd Keldna-Valgerður. Fram kemur á sama stað í sögunni að búið
að Keldum á Rangárvöllum hafi verið „it mesta rausnarbú“ líkt og í
Odda.
Það sem við heyrum svo næst frá Solveigu gerist árið 1221 en þá
höfðu átt sér stað miklar deilur á milli Lofts Pálssonar biskups og Björns
Þorvaldssonar á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Björn fellur í þeim átökum
og eftirmál verða mikil og dragast margir höfðingar inn í málið, þar
á meðal Sturla Sighvatsson (f. 1199, d. 21. ágúst árið 1238), sem þá
er ungur maður og ókvæntur. Sturla fær gott orð af þessu málum og
flokkur hans þótti „betr siðaðr“ en allra annarra. Sagan segir svo frá:
„Lagði hann [Sturla] vel til ok allgegnliga þessa mála ok fekk af því
mikla vinsæld suðr þar. Ok hefir þat mælt verit síðan, at hann hygði þá
til mágsemða, þeira er síðan kómu fram, við Oddaverja. Í þessi för sá
58 Sturlunga saga I (1946:51).
59 Sturlunga saga I (1946:242).