Són - 01.01.2012, Page 30

Són - 01.01.2012, Page 30
30 Gunnar Skarphéðinsson hafi riðið til þings því að viðsjár eru miklar með mönnum og liggur við að til átaka komi en „[…] við bárust79 vandræði með mönnum og skilðust óhappalaust.“80 Sturla Sighvatsson fer sér að engu óðslega þegar hann hyggur á hefndir eftir Sauðafellsför. Hann nær fram hefndum þremur árum seinna (1232) þegar þeir synir Þorvalds Vatnsfirðings ríða um Dali og telja sig vera í griðum. Þeir eru hálshöggnir eftir vasklega vörn og er víg þeirra ein átakanlegasta lýsing Sturlungu. Þegar Sturla kemur heim til Sauðafells spyrja menn tíðinda: „En er sögð váru, kvað Sol- veig Vatnsfirðinga þá vita mundu, hverja grimmð þeir höfðu sýnt þar í heimsókninni.“81 Við sjáum hér „ósvikna sögualdarkonu“ eins og Einar Ól. Sveinsson kallaði Þorgerði Egilsdóttur en hún er samkvæmt frásögn Laxdælu látin fylgja sonum sínum í selið þar sem Bolli, upp- eldissonur hennar, er veginn til hefnda eftir fóstbróður sinn, Kjartan Ólafsson.82 Haustið 1232 er þeim feðgum, Sighvati og Sturlu, stefnt utan fyrir mótgang við Guðmund biskup Arason. Sturla fer fyrir þá báða en Solveig og börn þeirra fara norður að Grund í Eyjafirði þar sem Sig- hvatur býr ásamt konu sinni, Halldóru Tumadóttur, af ætt Ásbirninga. Segir ekkert frekar af dvöl Solveigar í Eyjafirði en lesandinn ímyndar sér að af þessari ráðabreytni megi sjá hversu öldin er ótrygg og hve annt Sturlu er um konu sína og börn. Sauðafellsför gleymist engum. Álfheiður Eyjólfsdóttir er kona nefnd. Hún var dóttir Eyjólfs Jóns- sonar en hann var bróðir Keldna-Valgerðar, sem fyrr var getið, en hún var móðir Solveigar. Þær Solveig og Álfheiður eru því systkinabörn. Álfheiður þótti ólík frændum sínum og vinnur það til að skíra sig til þess að Solveig fallist á frændsemi við hana.83 Orðalagið merkir að hún hafi orðið skír eða hrein með eiði eða járnburði en við járnburð voru menn látnir bera glóandi járn til þess að sanna sakleysi sitt. Þegar svo Álfheiður er skír orðin segir Sturla að nú sé hún orðin erfingi að hálfum Oddastað og gerir svo kröfu um hálfan staðinn síðar. Hér er um gríðarlega hagsmuni að ræða því að Oddastaður var talinn einn 79 berast við: ‘líða hjá, falla niður’. 80 Sturlunga saga I (1946:334–335). 81 Sturlunga saga I (1946:357). 82 Íslenzk fornrit V (1934:xiii): „Þorgerður Egilsdóttir er ósvikin sögualdarkona, heil steypt, svo að hvergi er smíðagalli á, stórlát og stórgerð, skapmikil og hörð, vinur vina sinna, en heiftúðug, þegar hún þykist eiga einhvers að hefna […].“ Þessi lýsing Einars Ólafs á Þorgerði er raunar ekki fjarri þeirri mynd sem Sturlunga dregur upp af Solveigu. 83 „[…] Solveig vildi eigi taka við frændsemi hennar [Álfheiðar], áðr hon skírði sik, því at hon þótti ólík frændum sínum í skapi og atferði.“ Sturlunga saga I (1946:409).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.