Són - 01.01.2012, Page 32
32 Gunnar Skarphéðinsson
verið höfðu á Bæjarfundi í Borgarfirði með Sturlu vorið 1237. Þar féllu
margir menn úr liði Þorleifs Þórðarsonar í Görðum en Sturla hafði
sigur. Nú ber Þorleifur sakir á þessa menn. Þorleifur stefnir mönnum
að vestan í Dali og eru allmargir nefndir sem eru fyrir bændum, þar
á meðal er Sturla Þórðarson. Sagan segir þegar lokið er upptalning-
unni: „En þó váru þessir fyrir bóndum með Solveigu, sem nú váru
nefndir.“88 Solveig tekur hér fullan þátt í þeim eftirmálum sem verða
af vígaferlum Sturlu. Hún er mikilhæf kona eins og margoft hefur
komið fram og virðist vera í fyrirsvari og hafa frumkvæði að því að
veita bændum liðsinni.
Sama sumar fær hún búið að Sauðafelli í hendur Snorra Sturlusyni
því hún ætlar utan ásamt báðum dætrum sínum. Snorri fær búið aftur
í hendur frænda sínum og söguritaranum, Sturlu Þórðarsyni. Sagan
tilgreinir engin orðaskipti milli þeirra Solveigar og Snorra á þessum
stað. Nú er alllangt um liðið frá því að þau fóru ferðina góðu saman
suður í Odda frá Keldum og þótti gaman að ræðast við, margt hefur
drifið á dagana og sjálfur á Snorri skammt eftir ólifað, maður rúmlega
sextugur að aldri. Öxin er reidd að höfði hans um það bil ári síðar á
myrkri haustnótt í kjallaranum í Reykholti.
Við fáum að vita það næst af Solveigu að árið 1242 kemur hún út
til Íslands ásamt dætrum sínum tveimur og Jóni syni sínum en hann
hafði dvalið um skeið í Noregi. Á því sama skipi kemur einnig bróðir
Sturlu og þeirra Sighvatssona, Þórður, sem kallaður var kakali.
Árið 1254 andast Solveig. Sagan getur þess: „Jón Sturluson andaðist
áðr um várit, fjórum nóttum eftir Ambrósíusmessu, en Solveig, móðir
hans, Sæmundardóttir andaðist ok þat sama sumar, sex nóttum fyrir
Jóns messu Hólabiskups.“89
Bragarháttur – athuganir III
Hér skal að lokum fjallað stuttlega um bragarhátt M. Vert væri að
gera rækilegan bragfræðilegan og stíllegan samanburð á Háttatali og
M en höfundur verður að játa að hann telur slíkt ekki vera á sínu færi.
Verður hér látið við það sitja að greina í nokkrum orðum frá því af-
brigði af runhendu sem skáldið yrkir drápuna undir.
88 Sturlunga saga I (1946:446).
89 Sturlunga saga I (1946:505).