Són - 01.01.2012, Síða 33
„Yggjar bjór hver eiga myni, ósýnt þykir lýða kyni“ 33
Snorri Sturluson gerir grein fyrir býsna mörgum afbrigðum af
runhendum í Háttatali.90 Hann hefur umfjöllun um runhendur svo:
„Nú eru þeir hættir er runhendur eru kallaðar. Þeir eru með einu
móti: hverr háttr runhendr skal vera með aðalhendingum tveim ok í
sínu vísuorði hvár hending.“91 Síðan lýsir hann fimmtán mismunandi
gerðum af runhendum og sýnir dæmi um þær allar. Runhendurnar,
sem eru nr. 90 og 91 í Háttatali, samsvara M formlega (sbr. 90. vísu):92
M†rg þjóð ferr til siklings sala,
sœmð er þar til allra dvala,
tiggi veitir seima svala,
satt er bezt of hann at tala;
bresta spyrjum bauga flata
–bragna vinr kann gulli hata–
(œðri veit ek at gj†flund gata
grundar v†rðr) fyrir hringa skata.
Um þessa runhendu segir Snorri að hún sé tekin af hrynhendum hætti
en fyrr hefur hann sagt að í hrynhendum háttum séu oftast átta sam-
stöfur í vísuorði.93 Vísuorðin í þessari vísu eru öll áttkvæð og enda á
tvíkvæðum orðum með léttum eða stuttum atkvæðum. Tveggja atkvæða
rím í M er með sama móti og hér. Í M er reyndar engin vísa kveðin
þannig að kvenrím sé í öllum vísuorðunum en að öðru leyti er hér um
samsvörun að ræða, bæði hvað snertir lengd vísuorða og endarím. Einar
Ól. Sveinsson fjallar um runhendur í grein sem hann ritaði árið 1960.94
Þar bendir hann á að í hrynhendu sé stranglega fylgt reglu dróttkvæðs
háttar þannig að vísuorð endi á – x, þ.e. þungu atkvæði og léttu. Síðan
segir hann: „Ef að er gáð, má sjá, að hjá Snorra (í Háttatali) koma fyrir
þessu líkar vísur með áttkvæðum vísuorðum, en runhendurími. En þá
bregzt ekki, að lok vísuorðs eru ) ′ x, ekki – x, eins og vænta mætti.
Líka eru hjá honum dæmi um sjökvæð vísuorð, sem enda á –.“ 95 Síðan
bendir Einar Ólafur á að þessi sama runhenda komi fyrir í M og enn
90 Hér er að miklu leyti stuðst við Kristján Árnason (2006:117–121).
91 Snorri Sturluson (1999:33).
92 Snorri Sturluson (1999:36).
93 Snorri Sturluson (1999:36, 27).
94 Einar Ól. Sveinsson (1960:118–121).
95 Einar Ól. Sveinsson (1960:119).
′
′
′