Són - 01.01.2012, Page 34
34 Gunnar Skarphéðinsson
fremur í vísu sem ort var norður í Eyjafirði árið 1211. Hrafngilingar
ortu um Kálf Guttormsson á Grund og gerðu um hann spott mikið:96
Vetrungs fœddisk efnit eitt,
öllum es þat mönnum leitt,
tvennar liggja til þess bœtr:
tveir einir eru undir fœtr,
– helzti hefir þat lengi lifat,
láti menn þat höndum þrifat –,
ekki es þat sem annarr smali,
engi es skaptr við arsinn hali.
Hér enda sjökvæð vísuorð á þungum braglið en áttkvæð enda á
tveimur léttum atkvæðum. Þessi kersknisvísa úr Sturlungu hefur að
miklu leyti sama svip og erindin í M nema hvað sjaldan er rímað svo
reglulega í M að í öðrum helmingi vísunnar sé stýfður liður en í hinum
helmingi tveggja atkvæða rím (sjá þó til dæmis vísu nr. 3). Um þessa vísu
má annars segja að hún sýnir með óyggjandi hætti að í upphafi 13. aldar
hafa menn kunnað að fara vel með þennan bragarhátt hérlendis. Ort er
á léttan og leikandi hátt, ekki með öllu ólíkt því sem við þekkjum í M.
Um næsta afbrigði af runhendu (þ.e. nr. 91) segir Snorri að sá hátt-
ur sé hnepptur (þ.e. stýfður) 97 af hinni fyrri runhendu:98
Þiggja kná með gulli gl†ð
gotna ferð at ræsi mj†ð,
drekka lætr hann sveit at sín
silfri skenkt it fagra vín;
greipum mœtir gullin skál,
gumnum sendir Rínar bál
– eigi hittir œðra mann–
jarla beztr – en skj†ldung þann.
96 Sturlunga saga I (1946:257).
97 Kristján Árnason (2006:117) fjallar um hneppingu í ritgerð sinni um Háttatal. Hann
segir hana örlítið annað fyrirbrigði en stýfingu en það virðist ekki skipta máli hér.
Stýfingu skýrir hann annars svo: „Stýfing (catalexis á erlendu máli), það að sleppa
síðasta veika atkvæði í línu, er alþekkt í kveðskap. Það er til dæmis regla í venjulegri
ferskeytlu að hafa síðasta braglið stýfðan: Yfir kaldan eyðisand.“
98 Snorri Sturluson (1999:36).