Són - 01.01.2012, Page 35
„Yggjar bjór hver eiga myni, ósýnt þykir lýða kyni“ 35
Hér er alls staðar eins atkvæðis rím. Sex vísur í M eru ortar eingöngu
með karlrími eins og vísa nr. 91. Þetta eru vísur nr. 7, 8, 12, 13, 16, 21.
Vert er að minnast hér í lokin á 94. vísu í Háttatali. Snorri sýnir í
henni enn eitt dæmið um runhendu. Í skýringarorðum á undan þeirri
vísu segir: „Þessi er stýfðr eða hneptr af fyrra hætti“ [þ.e. nr. 93, hálf
hnepptur háttur eða náhendur]:99
[.............] gramr,
gulli søri Kraki framr,
efla frágum Haka hjaldr,
[.............] aldr;
ormi veitti Sigurðr sár,
slíkt var allt fyr liðit ár,
Ragnarr þ[ótti] skatna skýrstr;
Skúli jarl er myklu dýrstr.
Nokkurt svipmót er með þessari vísu, þótt hún sé því miður illa varð-
veitt, og þeim þremur vísum í M, sem geyma hin fornu minni, það eru
vísur nr. 7, 8 og 9. Vísuorðin eru sjökvæð og enda á þungum braglið.
Snorri Sturluson sækir hér efni í fornar hetjusagnir eins og gert er í
M.100 Ekki er laust við að skynja megi svipaðan tón eða líkt skopskyn:
Háttatal: ormi veitti Sigurðr sár/slíkt var allt fyr liðit ár. En í M: Ýmsir bjóða
öðrum fár. Ormar skríða úr hamsi á vár. (Vísa 6). Hér eru öll vísuorðin stýfð
eða ort með karlrími.
Lokaorð
Nútímamenn þekkja Snorra best af lausamálsverkum hans en ljóst
er að bæði hann sjálfur og samtímamenn hans hafa ekki síður metið
hann sem skáld en ‘rithöfund’ ef svo má segja. Í Sturlungu segir á einum
99 Snorri Sturluson (1999:37).
100 Möbius (Málsháttakvæði 1873:23) „NB. Am ende der verschiedenen runhendur in
Háttatal findet sich eine strophe [þ.e. þessi vísa nr. 94], die nicht allein formell […]
der strophe des Mkv. entspricht, sondern auch rüchsichtlich des inhalts, (leturbreyting mín)
so weit er sich auf jene forn minni bezieht […].“ Möbius ræðir þetta ekki frekar
en efnið/innihaldið er óneitanlega svipað í þessari vísu í Háttatali og áðurnefndum
vísum. Cederschiöld (1883:62–80) ritaði grein um Allra kappa kvæði. Þar kemur fram
að honum þykja vísurnar um hin fornu minni og hetjur í M (7–9, 132 og 222) svipa
mjög til vísna í Allra kappa kvæði og það því fremur sem bragformið sé líkt. Neðanmáls
(bls. 77) segir hann: „På tal om Mhkv. hade vi kanske också bort inlåta oss på att
undersöka, i hvilket förhållande str. 94 af Snorres Háttatal står så väl till Mhkv. som
till Akk, [Allra kappa kvæði] med hvilka båda den har stora likheter (leturbreyting mín).“