Són - 01.01.2012, Page 46
46 Katelin Parsons
En elli tvist er eyjan Gríms,
utarlega í skauti hríms,
klædd með sloppi kulda líms,
klemmd af þústi bylgju stíms.
Aldrei finnast eyjarnar,
aðrar fegri en þessi var,
megin kosti marga bar
mjög er hún nú sem kólnað skar.
Er hún beint til enda strengd,
átján hundruð faðmar á lengd,
til helftar breið á þverveg þrengd,
þessu valda björgin sprengd.
Hvar sem hér skal næring ná,
í nógan háska sækja má,
ýmist útá æginn blá,
eða framan um björgi[n] há.
Hey og mjólkin hörfa títt,
hér er minnst af álnum frítt,
mildir brunnar mjólka lítt,
mönnum þegar viðrar strítt.
Þá er ekla vatns hér vís,
of víða sést um hafið ís,
aumlegt af því angrið rís,
þá einn og sérhvö[r] brunnur frýs.
En fyrir brjóst af bræddum snjá,
bragnar þela og kvinnur fá,
dragast fram, og deyja frá,
ef drukk ei öðrum þar með ná.
Annmarki sá annar er,
eyjarinnar köllum vér,
að heilbrigður sá hingað fer,
harla margur sýkist hér.