Són - 01.01.2012, Page 47
Gagn, gæði og gömul vísa um Grímsey 47
Í holdið fá þeir heilsubrest,
hefjast um þá kaunin flest,
eymstra tegund ekki best
er nú þessi sára lest.
Fátt er hér um fæðu brjál,
fiskætin í sérhvört mál,
nema þegar kokkað kál
kemur á borð fyrir hvítu skál.
Færri en vilja fá þann rétt,
finnst það ekki á neinum klett,
upp um tórnar efstu sett,
ei að sækja fellur létt.
En sem kálið er nú seytt,
allra best er vatnið heitt,
verki fær frá liðnum leitt,
löng[um] staðinn mjólkur veitt.
Sætt er það sem sykrið fyrst,
en súrnar þá það afheitist,
fyrir það hefur fólkið þyrst,
framar heldur en sýru lyst.
Sú hin dýra dro[tt]ins náð,
drýpur svo á þetta láð,
alljafnt gefast einhvör r[áð],
ofan er þeim af himni sáð.
Eitt sinn var það áður hér,
[al]lir frusu brunnarnir,
víða sem á veturinn sker,
vo[ða]legt í raun hvað er.
Brá sér hingað birnan ein,
braut hún upp úr svelli stein,
slengdi við honum flóka flein,
flaut þar eftir lindin hrein.