Són - 01.01.2012, Side 48
48 Katelin Parsons
Eitt þó er af öllu best,
sem eynni vorri tillagðist,
af orði drottins á hún mest,
í því hefur hún trúnað fest.
Vegleg eru hér venju höld,
að vísu þau hinu helgu kvöld,
vitjar söngva eyjar öld,
enn þó blási veðrin köld.
Aldrei fyrir ógna rán,
enn hefur þolað nokkra smán,
það má heita himneskt lán,
hvörs hún verði aldrei án.
Þó hér öldu dýrin dimm,
dumpi í kring sem ljónin grimm,
stundum átta, fjögur, og fimm,
og finnum þau á söltum vimm.
Af sér bjóða öngvum grand,
enn þó fari lýður á land,
þanninn hlífur herrans hand,
höfum vér hvorki skjöld né brand.
Svo og þegar sumarið flýr,
sjást hér stundum ógna dýr,
húnar, birnur, bersi órýr,
en braka ei meir en aðrar kýr.
Því er hlíft sem herrans þýð,
höndin geymir fyrr og síð,
kom það fram við kóng Davíð,
kviknar af því bragarins smíð.
Eftir að skáldið kemur aftur að rímnaefninu í 26. erindi hverfur Gríms-
ey sjónum. Lýsingin skilur þó eftir ýmsar spurningar. Ólíkt mörgum
rímum snúast þær ekki um hvernig á að lesa úr myrkum málrúnum
eða torskildum kenningum, en við fyrsta lestur er alls ekki ljóst hvað
Guðmundur á við þegar hann talar um „kokkað kál“ í hvítri skál og