Són - 01.01.2012, Page 49
Gagn, gæði og gömul vísa um Grímsey 49
birnu sem brýtur upp úr svelli stein. Vissulega er ævintýralegur eymdar-
blær yfir Grímsey, en án nokkurs samanburðar við aðrar heimildir
um eyjuna og íbúa hennar er erfitt að átta sig á hvers konar fyrirbæri
lýsing Guðmundar er – og í hverju sérstaða hennar felst. Í eftirfarandi
kafla verður því farið yfir sögulegar heimildir sem tengjast Grímsey og
geta veitt nútímalesandanum innsæi í eðli Grímseyjarmansöngs Guð-
mundar.
Grímsey í bundnu og óbundnu máli
Engar heimildir greina frá því hvenær Grímsey byggðist,14 en kirkja
hefur verið á eyjunni frá því um 1110–20 ef marka má máldaga hennar.
Í Heimskringlu kemur fram sú saga að Ólafur Haraldsson Noregskon-
ungur (995–1030) hafi óskað eftir að fá „útskerið“ Grímsey að gjöf á
sínum tíma, en fékk hana ekki meðan hann lifði.15 Sem dýrlingur var
Ólafur þó gerður að verndara Grímseyjarkirkju og af máldaga kirkj-
unnar (frá 1318) má sjá að á 14. öld var þessi kirkja konunglega búin
með mörgum kostulegum gripum (m.a. tveimur ísbjarnarfeldum) og
einu besta kirkjubókasafni á Norðurlandi.16 Byggð í Grímsey hefur samt
ekki endilega verið samfelld frá miðöldum og hugsanlega lagðist hún
alveg af um tíma eftir að svarti dauði barst til Íslands í byrjun 15. aldar.17
Til Grímseyjar flúði Guðmundur góði Arason Hólabiskup árið
1222 eftir að menn hans drápu elsta son Sighvats Sturlusonar. Stórt
herlið undir forystu Sighvats og Sturlu Sighvatssonar veitti þeim eftir-
för og til mikilla átaka kom í Grímsey. Víða í heimildum frá 13. og
14. öld er fjallað um Grímseyjarförina svokölluðu, m.a. í Sturlunga
sögu, Arons sögu Hjörleifssonar og Guðmundar sögu Arasonar.
Lýsingar á Grímsey takmarkast við bardagalandslagið og víkka aldrei
út þannig að lesandinn sjái eyjuna í heild sinni eða skyggnist inn í líf
heimamanna; þátttakendur í þessum átökum eiga það sameiginlegt að
vera allir utanaðkomandi.18
14 Gunnar Karlsson, „Hvenær og hvers vegna hófst byggð í Grímsey?,“ Vísindavefurinn,
birt 7. júlí 2004, <http://visindavefur.is/?id=4394>; Orri Vésteinsson, Fornleifar í
Grímsey: Aðalskráning 2007, 9–11.
15 Snorri Sturluson, Heimskringla, 303.
16 DI II, 442–43.
17 Orri Vésteinsson, Fornleifar í Grímsey, 15.
18 Í Guðmundar sögu er þó getið um Grímseying að nafni Gnúpur og í Valla-Ljóts sögu
bregður Grímsey aðeins fyrir sjónir, sbr. Orri Vésteinsson, Fornleifar í Grímsey, 10–11.