Són - 01.01.2012, Page 50
50 Katelin Parsons
Grímseyjarförinni er þó ekki aðeins lýst í lausu máli. Til viðbótar
við þessar lýsingar í sögum og öðrum heimildum hafa varðveist erindi
úr kvæðum sem fjalla um einstaka atburði og kappa úr báðum fylk-
ingum. Alveg eins og Grímseyjarvísan í bók Péturs Sigurgeirssonar
birtast þau í prósasamhengi en virðast í mörgum tilvikum hafa verið
tekin úr lengri kvæðum. Þar á meðal er dróttkvæði eignað Þormóði
presti Ólafssyni (frá 14. öld) sem er ort mörgum áratugum eftir að
átökin áttu sér stað, en það sýnir að skáldum var ennþá umhugað
um þessa hefndarárás Sighvats og Sturlu í Grímsey löngu eftir að at-
burðirnir gerðust; minningin um þessa ferð til Grímseyjar lifði alla
þátttakendur. Sumar vísnanna sem fjalla um Grímseyjarförina eiga
hins vegar hugsanlega rætur að rekja til samtíðarskálda Sturlunga og
jafnvel sjónarvotta/hermanna í Grímsey – það var tæplega þagað um
bardagann meðal þátttakenda. Eftirfarandi vísa finnst t.d. í Arons
sögu Hjörleifssonar, Íslendinga sögu, Sturlunga sögu og öllum gerðum
af Guðmundar sögu Arasonar og er eignuð „Brandi“ sem er sagður
vera einn fylgismanna Sighvats:19
Varizk hefr Eyjólfr árum
örfengr tíu lengi,
– fræg es orðin sú fyrðum –,
fleyvangs í Grímseyju,
áðr út í sker skreytir
skorðu blakks inn rakki,
brjótr, með benjar heitar,
brynflagða, þar lagðisk.
Hér eins og í öðrum varðveittum vísum um Grímseyjarförina birtist
eyjan aðeins sem vígavettvangur. Um leið má skoða varðveislu vísn-
anna sem brotakenndan vitnisburð um að Grímsey er oft gerð að yrkis-
efni á Sturlungaöld. Sagnaritarar velja hins vegar aðeins fáein erindi
úr nokkrum kvæðum sem passa við þær sögur sem þeir ætla sér að
skrá. Þannig má vel ímynda sér að á 13. og 14. öld hafi orðið til kvæði
sem gerðu Grímsey og því sem þar fór fram ítarlegri skil en hafa ekki
varðveist til okkar daga. Ólíklegra verður þó að teljast að Guðmundur
19 Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn (ritstj.), Sturlunga saga,
síðara bindi, 252.