Són - 01.01.2012, Síða 54
54 Katelin Parsons
Eftirstöðvar eru enn meðal þeirra af gamallri hjátrú og hindur-
vitnum, jafnvel þó þeir nú leggi minni trúnað á það en áður,
þegar lítið er gert úr því og þeir fá betri sannfæring.35
Magnús Jónsson skrifaði þessa skýrslu eftir að hafa búið í Grímsey í um
eitt ár. Um leið hefur hann mjög takmarkað innsæi inn í líf eyjarskeggja
og segir t.d. ekki orð um í hverju hjátrú og hindurvitni Grímseyinga
felast, og hann álítur það greinilega skyldu sína að uppræta allt slíkt
með því að gera lítið úr því án þess að skrá það sérstaklega niður.
Viðhorf Magnúsar til sóknarlýsingarinnar er þó ekki einsdæmi hjá
þeim prestum sem sömdu sóknarlýsingar fyrir Hið íslenska bók-
menntafélag: Margir nefna óæskilegar bábiljur og fyrnsku í sóknum
sínum og gera um leið lítið úr alþýðuskemmtunum (m.a. „bannsettar
rímurnar“) án þess að skýra það nánar.36
Yngri skýrsluna samdi Jón Jónsson Norðmann á árunum 1846–49,
og þótt hann hafi ekki búið lengur í Grímsey en Magnús Jónsson þeg-
ar hann hóf ritstörf sín er ljóst að hann leit öðrum augum á hlutverk
sitt sem skýrsluhöfundur (og prestur) en forveri hans. Jón Norðmann
skráði m.a. frásagnir af eyjunni sem snerta ekki aðeins landsins góða
og slæma kosti heldur líka menningu hennar og ýmislegt úr munnlegri
geymd, m.a. orðfæri, staðbundna þjóðhætti, örnefnasögur og kvæði.
Jón Norðmann var mikill áhugamaður um munnmælasögur og þjóð-
legan fróðleik og náði að afla sér trausts Grímseyinga fyrir vikið –
enda ólíklegt að þeir tryðu Magnúsi Jónssyni fyrir ýmsu sem kemur
fram í skýrslu Jóns. Til viðbótar við Grímseyjarlýsinguna safnaði hann
þjóðfræðilegu efni frá Grímsey og víðar saman í rit að nafni Allrahanda,
sem þjóðsagnasafnarinn Jón Árnason fékk síðan og notaði óspart í sínu
eigin þjóðsagnasafni.37
Í sambandi við 18. mansöng í Rímum af Sál og Davíð er einkum
tvennt í skrifum Jóns sem vekur athygli. Í fyrsta lagi greinir hann frá
svokölluðum „kvöldsöngvum“ þar sem söfnuðurinn safnist saman í
kirkjunni „á kvöldum hinum næstu fyrir helgar“ og annaðhvort hlýði
á prestinn sem les upphátt biblíukafla eða, þegar eyjan er prestlaus,
standa Grímseyingar sjálfir fyrir óformlegri messu þar sem þeir lesa úr
biblíunni og syngja saman.38 Ef til vill eru athugasemdir Guðmundar,
35 Sama rit, 213.
36 Terry Gunnell, „Prestlærðir safnarar þjóðsagna á 19. öld,“ 600.
37 Bæði Grímseyjarlýsingin og Allrahanda birtast í ritröðinni Menn og minjar (3. og 4.
bindi) í útgáfu Finns Sigmundssonar.
38 Jón Norðmann, Grímseyjarlýsing, 37.