Són - 01.01.2012, Page 70
70 Bjarki Karlsson
a. | Jesús | Christur | láti oss | lukku | henda (Skáld-Sveinn, síðari
hluta 15. aldar)
b. og | sypres- | -trén þar | rökkvi | græna | rein (Steingrímur
Thorsteinsson, um 1900)
c. Í | nótt komst | þú svo | fagur | á minn | fund (Sigurður
Einarsson frá Holti, 1952)
d. Við | yfir- | -gefum | stríð og | storma- | -dyn (Davíð
Stefánsson, 1966)
Ragnar Ingi Aðalsteinsson (2012:66–67) kemst að þeirri niðurstöðu að
sértæka stuðlareglan stríði „í raun gegn brageyranu og þeim venjum
sem hagyrðingar og skáld hafa tileinkað sér, einkum í seinni tíð“ og
að hún komi fyrir „eins og tilbúin regla sem stríðir gegn almennum
venjum og tilfinningu skálda og ljóðaunnenda“.
Reyndar var það svo að á 16., 17. og 18. öld gilti sértæka stuðlareglan
ekki aðeins um rímnahætti, heldur allan kveðskap, eins og nánar er
vikið að í 5. kafla.
Jóhannes L.L. Jóhannsson fjallar nokkuð ýtarlega um fimm brag-
liða línur í grein sinni um ný-íslenzka bragfræði (1895:248–251). Til-
gangur skrifa hans er einkum að andmæla Ph. Schweitzer sem áður
hafði ritað: „milli stuðlanna mega jafnaðarlega ekki standa fleiri en ein
áherzlusamstafa“ (1887:318). Orðið „jafnaðarlega“ leggur Jóhannes
L.L. út á þann veg að Schweitzer hljóti að telja stuðla í fimm bragliða
línu mega standa í fyrsta og fjórða lið annars vegar og öðrum lið
og fimmta hins vegar, rétt eins og tveir liðir mega vera á milli síðari
stuðuls og höfuðstafs.16 Jóhannes L.L. hnýtir einnig í Finn Jónsson fyrir
að veigra sér við umfjöllun um fimm liða línur í bragfræðikveri sínu
frá 1892 og segir að þeir Schweitzer hafi ekki tekið eftir „einkenni-
leik þessara fimmliðuðu vísuorða“ (bls. 248). Sjálfur virðist Jóhannes
L.L. ekki hafa tekið eftir sértæku reglunni í stuðlafalli og vikhendu,
sbr. að hann segir einnig um fimmliðalínur: „Þar að auki geta stuðlar
náttúrlega staðið í 3. og 5. braglið (tveim sterkum) og í 4. og 5. (veikum
og sterkum), og svo í 3. og 4. liðnum“ (bls. 250) og getur engra undan-
tekninga frá þessari heimild.
16 Þess háttar stuðlun fannst á stöku stað í kveðskap sem var skoðaður í tengslum við
þessa grein en var alls staðar undantekning, nema hjá Grími Thomsen sem beitti
henni nokkuð.