Són - 01.01.2012, Page 75
Stuðlasetning í fimm bragliða vísuorðum 75
vísuorði er settr sá stafr fyrst í vísuorðinu er vér köllum h†fuðstaf. Sá
stafr ræðr kveðandi“ (Háttatal,1991:4).19
Þegar bragnar || þessum fagna sigri
Það styður þessa tilgátu að reglan verður til fljótlega eftir að fyrstu fimm
bragliða hættirnir eru teknir í notkun. Menn hafa ekki verið vanir slíkri
hrynjandi og e.t.v. ekki fundist hún nægilega samfelld. Kristján Árnason
bókmenntafræðingur greinir frá því að Íslendingar hafi tekið að þýða
kvæði undir hinum gríska Sapfóarhætti á 16. og 17. öld og segir: „Þessi
frægi háttur samanstendur af fjórum ljóðlínum, þrem löngum, sem eru
ellefu atkvæði með braghvíld á eftir fjórða atkvæði (-x-x//-xx-x-x), og
einni stuttri í lokin ...“ (1999). Eini munurinn á fimm liða braglínu í
Sapfóarhætti og klofinni fimm liða línu íslenskri er þá sá að sú fyrrnefnda
hefur einn þrílið en sú síðarnefnda aðeins tvíliði.
Á móti þessu ber að nefna, eins fram kemur í grein Kristjáns (1999),
að íslenskar þýðingar úr latínu höfðu ekki upphaflegt Sapfóarlag. Ann-
ars vegar hafi Hóras fært braghvíld langlínanna aftur um eitt atkvæði
þegar hann sneri hinum gríska hætti á latínu og hins vegar hafi íslensk-
ir þýðendur leyft línuskiptingu og hrynjandi að riðlast. Gott dæmi um
það sé þýðing Jóns Jónssonar á Melum á texta eftir Seneca. Þýðingin
hafi allt aðra hrynjandi en frumtextinn sem hafi verið kórrétt kveðinn
eftir hinni rómversku gerð Sapfóarháttarins, þ.e. með braghvíld eftir
fimmta atkvæði:
Nemo confidat nimium secundis,
nemo desperet meliora lapsis;
ille qui donat diadema fronti
cum volet aufert.
Seneca
Enginn oftreysti auðnunnar hreysti
örvænti enginn, þó aumur sé lengi;
sá í hefð setur, svipt henni getur,
ef mjög þig metur.
Þýðing: Jón Jónsson
Þannig leiðir íslenska þýðingin til fjögurra bragliða langlínu. Þá ber
fyrri helmingur hverrar langlínu tvo stuðla, ólíkt íslenskum fimm
bragðliða línum. Því er frekar langsótt að þessi gamli, gríski háttur hafi
haft áhrif nema gert sé ráð fyrir að íslensk skáld hafi verið þeim mun
betur að sér í klassískum fræðum.
19 Vert er þó að hafa í huga að í næstu setningu á undan segir Snorri: „Hverju vísuorði
fylgja sex samst†fur“ og öll bragdæmi framan af í Háttatali eru af dróttkvæðum hætti.