Són - 01.01.2012, Page 76
76 Bjarki Karlsson
Í öðru lagi yrði að gera ráð fyrir því að tveggja bragliða fyrri hlutinn
geti borið hvort heldur er einn stuðul eða tvo.20 Þá myndu þrír ljóð-
stafir í röð falla á fyrstu þrjá bragliðina en það gerist ekki.
Í þriðja lagi fylgir síðlína með höfuðstaf yfirleitt fimm bragliða
frumlínu.21 Ef við gerum ráð fyrir að stuðull eftir braghvíld hafi eðli
höfuðstafs (annars mætti hann standa aftar), þá skýtur skökku við að
annar höfuðstafur fari á eftir:
ævinlega og || andir helgra manna
auki jafnan || þína lofgjörð sanna,
Jón Arason: Davíðsdiktur
Í fjórða og síðasta lagi vekur það undrun hvers vegna elsta þekkta ís-
lenska kvæðið með fimm bragliðum, Heimsósómi (nánar er fjallað um
hann í næsta kafla), er með stuðladreifingu sem vitnar gegn því að þar
hafi verið braghvíld þó að hún virðist hafa verið orðin skyldubundin
nokkrum áratugum síðar.
Þrátt fyrir þessi fjögur atriði sem mæla á móti tilgátunni útiloka þau
hana ekki, einkum meðan ekki er bent á líklegri skýringu. Þangað til
er hún fýsilegri en aðrar. Þá er vert að hafa í huga, þegar fjallað er um
braghrynjandi á 15. og 16. öld, að til umfjöllunar er mesta breytinga-
skeið íslensks hljóðkerfis, þegar forn hljóðdvöl vék fyrir nýrri lengdar-
reglu, u-innskot festist í sessi og hljóðgildi margra sérhljóða breyttist.
5. Kveðskapur utan rímnahátta
Hér verður fjallað um sögu sértæku stuðlareglunnar í öðrum háttum
en stuðlafalli og vikhendu, það er að segja í kveðskap utan rímnahátta.
Eins og fyrr er getið kemur stuðlafall fram um 1550 og þar með
halda fimm bragliða línur innreið sína í rímnahætti. Slíkar braglínur
komu þó til skjalanna nokkru fyrr. Elsta varðveitta dæmið er brot úr
heimsósómakvæði frá 15. öld, jafnvel frá 1400 og örugglega ekki yngra
en frá 1445 (Islandske originaldiplomer til 1450:431). Brotið er á þessa leið:
storer eidar stinga menn aa þingum 00000 00 [00....]
20 Sbr. almenna bragreglu a1 sem getið er á bls. 64.
21 Þó ekki í rímnaháttunum stuðlafalli og vikhendu auk þess sem stöku aðrir hættir hafa
fyrstu línu óparaða, t.d. háttur Ellikvæðis Jóns Hallssonar.