Són - 01.01.2012, Síða 77
Stuðlasetning í fimm bragliða vísuorðum 77
Elsta heila kvæðið með fimm bragliða línum er svo Heimsósómi
Skáld-Sveins. Kvæðið er afbrigði af kansónuhætti. Tvö kvæði kennd
Jóni biskupi Arasyni eru undir annarri gerð kansónuháttar; Davíðs-
diktur og Ljómur. Eftir nafni síðarnefnda kvæðisins er hátturinn einnig
kallaður Ljómalag:22
Hamingjan veltir hjóli niður til jarðar,
háfur eru til einskis vansa sparðar,
en leggst í spenning löndin, góss og garðar
en það aktast miður sem meira varðar.
Úr 1. erindi Heimsósóma
Forða þú mér fjandans pínu díki,
svo feyknakvölunum öllum frá mér víki.
Mér veit þú það, Maríusonurinn ríki,
mæla kynni eg nokkuð, svo þér líki.
Úr 1. versi Ljóma
Hver svo sem hefur kynnt fimm bragliða línur til sögunnar á Íslandi
hefur þurft að setja sér reglur um meðferð stuðla og þar með hefur
undanþágan, sem leyfir meira en einn braglið milli stuðlaðra liða,
komist inn í íslenska bragfræði. Rímnahættirnir hafa svo tekið hana í
arf þegar stuðlafall varð til.
Sértæka reglan um dreifingu stuðla er ljóslega ekki ættuð úr dans-
kvæðum, enda gilda ekki stuðlareglur um þau og reglan hefur ekki
verið flutt inn með erlendum bragarháttum þar sem stuðlun á megin-
landinu var löngu aflögð á þessum tíma.23
Nú hefði verið hægt að komast hjá því að leyfa tvo bragliði á milli
stuðuls og höfuðstafs með því að snúa reglunni á hvolf og krefjast þess
að fyrri stuðull standi ekki framar en í þriðja braglið en vísast hefur
mönnum þótt ótækt að banna stuðlun í fyrsta braglið, svo sterkur sem
hann er að kveðandi og merkingu. Hitt er sérkennilegra hvers vegna
stuðlaleysi í 4. og 5. braglið varð að reglu fremur en leyfi. Það væri
skiljanlegt ef eingöngu væri bannað að stuðla í 5. braglið á þeim for-
sendum að hann hafi verið viðbót og að reglur um dreifingu stuðla í
hrynhendu og ferskeytlu væru látnar gilda áfram. Í þeim háttum var
og er þó ávallt heimilt að stuðla í 3. og 4. braglið:
| ei þurf- | -andi | stað né| stundir, (Eysteinn Ásgrímsson, Lilja, 14. öld)
22 Sbr. Véstein Ólason (1993:302). Kvæði undir hættinum, sem vísað er í, má finna á
Braga, óðfræðivef.
23 Sbr. Ragnar Inga Aðalsteinsson (2012:24–33).