Són - 01.01.2012, Page 92
92 Heimir Pálsson
Og Jónas var svo sannfærandi að í barnæsku minni var hlegið að prest-
inum sem sagði í stólræðu eða við jarðarför: „Eins og heiðna skáldið
kvað:
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.“
Reyndar sögðu illkvittnar tungur að hann hefði haft niðurlagið: „en
anda sem unnast / fær eilífð aðskilið.“
Þessum skáldum og þýðendum hafði tekist það sem bókmenntasagan
kann fáein dæmi um: Að laga fornan hryn að nútíma. Hoppa yfir
nokkrar aldir málsögunnar og láta allt hljóma eins og nútíma. Þetta
tókst m.a. vegna þess að þeir höfðu enga hugmynd um hljóðdvalar-
breytinguna, hlustuðu fremur á rímur en fornan kveðskap, kunnu að
sönnu að skandera á latínu og grísku en fluttu þær hljóðlengdarreglur
ekki eða naumast til nútímamáls síns. Sjálft hjálpaði móðurmálið
þeim, eins og síðar verður að vikið.
Hljóðdvalarbreytingin
… mikilsverður munur [er] á hrynjandi í eldri og yngri kveðskap
íslenskum sem tengist hljóðdvöl, sem svo hefur verið kölluð, eða at-
kvæðaþunga. Forn atkvæði höfðu mismunandi hljóðdvöl eða voru
misþung en það réðst af því hvernig þau voru upp byggð. Annars
vegar réðst hljóðdvöl af lengd sérhljóðanna, hins vegar því hversu
mörg samhljóð fylgdu sérhljóðunum.
… Einungis þung atkvæði […] gátu borið ris ein og sér.
Kristján Árnason (2003:33).
Þess er að gæta að rímuðu hættirnir af dróttkvæðakyni höfðu miklu
meiri og nánari tengsl við hina fornu hljóðdvöl en edduhættirnir.
Næst-síðasta atkvæði línu í dróttkvæðri vísu skyldi t.d. vera langt, hið
síðasta stutt og helst ending. Þannig mátti vísuorð enda á fórum, fœri,
af því áherslusérhljóðin voru löng, og þar með varð áhersluatkvæðið
langt, endingarnar léttar og áherslulausa atkvæðið því stutt, en jafnvel
mátti sjá langt atkvæði í áherslulausri stöðu en ekki stutt í áhersluat-