Són - 01.01.2012, Page 94
94 Heimir Pálsson
Hefir kvæði kveðið
konu maður glaður
þarfur, rosa þrasi,
þrekinn, saman rekinn.
Þarna eru tvö áhersluatkvæði löng að fornu mati (kvæ og þarf), öll hin
stutt, en með nútímareglum er allt í sóma vegna þess að áherslusér-
hljóðin eru löng síðan hljóðdvalarbreytingin gekk yfir.
Tímasetning hljóðdvalarbreytingarinnar er erfið. Kristján Árnason
(2005a:334) komst svo að orði í fyrsta bindi Íslenskrar tungu:
Einhver fyrstu merki sem sjá má um að breyting sé að verða á þessu
eru í kvæði sem nefnist Pétursdrápa. Þetta kvæði, sem fjallar um
Pétur postula, er ort undir dróttkvæðum hætti þótt efnið sé trúarlegt,
og hættinum er raunar fylgt býsna vel. En fróðlegt er að í kvæðinu eru
nokkur dæmi þar sem gera verður ráð fyrir því að orð sem hafa létt
atkvæði samkvæmt fornum hljóðdvalarlögmálum beri ris. Hér má
nefna línur eins og:
brjóst ok bar inn löstu (4,3)
ótt til grafar dróttins (45,8)
Reyndar hefði allt eins mátt nefna ágæta braglínu úr 2. erindi kvæðis-
ins: faðir gat son án sáði. En um aldur Pétursdrápu er margt á huldu,
Finnur Jónsson taldi hana frá 14. öld en Kristján bendir á að ekkert
sé því til fyrirstöðu að kvæðið sé frá fimmtándu öld (elsta handrit frá
þriðja fjórðungi 15. aldar) og kunni þá að vera merki þess að einmitt á
þeirri öld hafi áhrif breytingarinnar farið að sjást.2
Með vissum hætti sýnist forn hljóðdvöl hafa lifað, jafnvel löngu eftir
að hægt er að gera ráð fyrir að skáldin heyri lengdarmun á hljóðum
að fornum hætti. Árni Magnússon handritasafnari heiðraði vinnuveit-
anda sinn, Thomas Bartholin, með kvæði sem ævisöguritarinn, Már
Jónsson, segir að veki athygli á að Bartholin skrifi nú „viturlega um
það hvernig löngu dauðir vaskleikamenn lifðu, vopndjarfir og hug-
rakkir.“ Með samræmdri stafsetningu verður vísan um þetta svona
(Már Jónsson 1998:80):
2 Þess skal getið að útgefandi kvæðisins í McDougall (2007:797), David McDougall,
aldursgreinir kvæðið ekki nánar en að benda á terminus post quem, snemma á
fjórtándu öld með tilkomu Péturs sögu postula.