Són - 01.01.2012, Page 95
Grátittlingurinn eina ferðina enn 95
Hversu forðum hersa
hrundu á birtings kundar
lætr hann líka vitað
leið víkinga skeiðum,
setr fyrir sjónir ýtum
sæskíða margprýði,
hefr um vápn og hlífar
helzt vitrliga ritað.
Athygli vekur að ekki stendur í Árna að nota lýsingarháttinn ritað í
lokastöðu áttunda vísuorðs. Það sýnir að hann fylgir ekki gamalli hefð
og gerir fornan mun stuttra og langra sérhljóða án tillits til stöðu.
Áhersluatkvæðið í ritað er stutt, en það ber áherslu og því vel tækt í
rím. Flest annað er samkvæmt hefðinni í þessari vísu.
Þannig er kveðið á sautjándu öld, og enn er merkilegt uppi þegar
Jón Þorláksson þarf að yrkja skammir um Sálmabókina 1801, gerir hann
það meðal annars í kvæðinu „Gerðufall“ með undirfyrirsögn: „Heyrir
til 55tu dæmisögu í Eddu,“ en það var einmitt sagan af einvígi Þórs við
Hrungni og Þjálfa við leirjötuninn Mökkurkálfa (með merar hjartað) á
Grjóttúnagerði eða görðum (1976:124):3
Leirdraugs á landamæri
lækjum streymdu brækur;
meyrt varð hryssu hjarta,
hjó Þjálfi Mökkurkálfa;
jóði gaut jötunsmíði
jafnframt, Leirgerði að nafni,
það var fálunegg4 föður;
fæddist dóttir af ótta.
Óx úr felmturs-flygsu
flagð á augabragði,
haus sat baktil á búki,
blint varð framm5 að þramma;
Leir-dóttir, gjörð við Garða
3 Í elstu útgáfum voru goðsögurnar í Eddu kallaðar dæmisögur og tölusettar.
4 Fála er tröllkona, negg er hjarta.
5 Í útgáfunni stendur fram, en vegna rímsins við þramma skrifað hér framm.