Són - 01.01.2012, Page 97
Grátittlingurinn eina ferðina enn 97
Athyglisvert er að eina villa í hljóðlengd miðað við fornan sið kemur
fram í orðunum geti það betur, en sýnir ótvírætt að skáldið heyrir ekki
sérhljóðalengdina að fornum hætti.
Enn skýrara verður þetta hjá Bjarna Thorarensen (1935:73) í vísu-
helmingi um hina heittelskuðu:
Drósin blíðust brosir
bréf mitt þá lesið hefir,
sæmilega það saman
síðan leggur hin fríða!
Mér sýnist óhætt að draga þá ályktun að hvorki Bæsárklerkur né amt-
mannsefnið hafi heyrt nokkurn mun á fornri og nýrri lengd í áherslu-
atkvæðum. Jón rímar saman geti og betur, Bjarni drós (langt) móti bros,
bréf móti hef, og sæm móti sam og í öllum tilvikum langt að fornu móti
stuttu að fornu. Áhersluatkvæðin eru orðin löng öll saman og ekkert
stendur í vegi fyrir ríminu. Samt kemur það ótrúlega sjaldan fyrir hjá
Jóni og almennt eru löng áhersluatkvæði (forn) ríkjandi í þeim vísum
sem hér eru til athugunar. Skal sérstaklega bent á kvæði Bjarna „Sólar-
uppkomuna“ (1935:25), sem ort er fyrir 1811 að því er fræði herma.
Þar er á ferð dróttkvæður háttur, 3 erindi og því 72 áhersluatkvæði. Þar
af eru þrjú stutt að fornu tali.
Annað er hins vegar nokkur nýlunda, ef horft er til ströngustu
reglna um dróttkvæðan hátt á dögum Snorra. Bæði Jón og Bjarni nota
þríliði í stað tvíliða þegar hentar í fyrstu og annarri kveðu. Er þá forn
lengd atkvæða engin fyrirstaða. Í „Gerðufalli“ hefur Jón upp raust sína
með Leirdraugs á | landa|mæri (lóðrétt strik marka bragliðaskil) og hefur
í einum þrílið þrjú löng atkvæði að fornu tali. Er þá vissulega þess að
gæta að lengd atkvæða í hnígandi hluta bragliðar virðist lengstum hafa
skipt litlu.6 Ef litið er á „Gerðufall“ Jóns sýnist mér eðlilegt að gera ráð
fyrir 12 þríliðum þar og eru jafnmargir í 1. braglið og 2. Þá bregður
Jón fyrir sig tvöföldum forlið: og í í 3,7. Ljóslega er þetta vísbending um
að skáldið telji sér nokkuð frjálst hvernig það fyllir bragliðina og stang-
ast þá á við það sem áður sagði um löng og stutt atkvæði (að fornu tali).
Fá kvæði Jónasar Hallgrímssonar fylgja reglum drótt kvæða jafn
vel og „Sláttuvísa“ (1989:178–179). Hún er undir reglulegum drótt-
kvæðum hætti að því leyti að sex atkvæði eru í hverju vísuorði, þrjú
6 Einar Ólafur Sveinsson komst svo að orði: „Að jafnaði eru risin löng atkvæði, en í
hnigum skiptir lengd vanalega ekki máli.“(1962:111).