Són - 01.01.2012, Page 99
Grátittlingurinn eina ferðina enn 99
Ritverka I 1989. Lausavísurnar eru af breytilegu tagi. Þó eru þrjár þeirra
náttúrulýsingar (tvö erindi, stutt kvæði, um „Víti“ (111), ein vísa um
„Fremrináma“ (111), þrjár kersknivísur („Valdi, virstu nú halda“ (159),
„Þrætir“ (176) og „Síra Bessi“ (212)), ein bæn („Sólhvörf“ 224), ein
grínaktug umkvörtun („Aldarháttur“ 133), ein ellivísa („Að vaði liggur
leiðin“ 229) og loks ein sem felld er inn í erfiljóð („Maren Havsteen“,
258). Tæpast verður sagt að þarna hafi yrkisefnin kallað á braginn.
Vel mætti að vísu hugsa sér að Víti og Fremrinámar ögri skáldinu
og náttúrufræðingnum og hvetji til fornra dáða, „Aldarháttur“ er
kveðinn á reið framhjá Fróðá, og Björn Breiðvíkingakappi á naumast
annað skilið en dróttkvæðan hátt! Það hefur löngum þótt góð latína
í íslenskum kveðskap að hafa níð dýrt kveðið, og dróttkvæður háttur
hentar því væntanlega vel á kerskni.
Erfiljóð eftir Maren Havsteen, ort fyrir munn annars manns, byrjar
Jónas á dróttkveðinni vísu (Leiði minnar móður / mold grær holdi kæru) en
skiptir síðan um og bætir við endarímuðu erindi með annarri hrynj-
andi (Sem þá á vori sunna hlý / sólgeislum lauka nærir). Verður ekki bent á
neitt skýrt samhengi milli vísnanna eða háttavals.
Bænina „Sólhvörf“, sem skáldið dagsetti 22. des. 1844, mætti hugsa
sér orta undir öðrum hætti, en hér notar Jónas frelsið sem fæst með því
að hafa þrílið ýmist í fyrsta eða öðru sæti, jafnvel báðum:
Eilífur guð mig ali Sss Ss Ss
einn og þrennur dag þenna! Ss Sss Ss
lifa vil eg, svo ofar Sss Ss Ss
enn eg líti sól renna. Ss Sss Ss
Hvað er glatt sem hið góða Ss Sss Ss
guðsauga? kemur úr suðri Sss Sss Ss
harri hárrar kerru, Ss Ss Ss
hjarðar líkn og jarðar. Ss Ss Ss
Hér blasir við samskonar hrynjandi og sést hefur áður og við mætum
í „Grátittlingnum“. Mér þykir ástæðulítið að kalla hana draughendu þar
sem vikið er frá bragliðaskipan þess bragarháttar eins og Snorri lýsti
honum og engin sérstök þörf á heiti. Það er einfaldlega val milli tví-
og þríliða og þar með verður hátturinn miklu frjálslegri en hin fornu