Són - 01.01.2012, Blaðsíða 101
Grátittlingurinn eina ferðina enn 101
dróttkvæðum Jónasar að því leyti að það er ort undir beinum áhrifum
vísna í Íslendingasögu, Víglundar sögu (1959), og sækir vísuorð í aðra og
tíundu vísu sögunnar. Jónas lagar vísuorð sögunnar að aðstæðum, en
einnig smekk, eins og sést ef borið er saman.
Jónas:155 Víglundar saga:84
Leiður er mér sjávar sorti
og sólgáruð bára
leiðr er mér sjóvar sorti
ok súgandi bára;
Jónas:156 Víglundar saga:84
Eigi mega á ægi
ógrátandi líta
Eigi má ek á ægi
ógrátandi líta,
Jónas:156 Víglundar saga:105
Sól gengur síð undir múla!
svo langar þig þangað
sól gengr síð und múla,
slíkt langar mik þangat;
Það er afskaplega Jónasarlegt að breyta súgandi bára í sólgáruð bára, það
var óþarft vegna hrynjandi eða setningafræði, eins og flestar aðrar
breytingar.9
Athyglisvert er (sbr síðar um „Leiðarljóð“) að Jónas gerir sig hér
sekan um braglýti í 3. erindi: Það er ei hann, sem Fanna / hallar leið að fjalli
og vantar stuðul í fyrri línu. Svo fágætt er slíkt í kvæðum Jónasar að
það vekur athygli manns.
Erfiljóðið um Guðmund er 6 erindi, en eftir það virðist Jónas hafa
sannfærst um að dróttkvætt væri ekki erfiljóðaháttur, jafnvel þótt hann
væri mýktur með því að gera tvíliði að þríliðum. Virðist skáldið hafa
sannfærst um að Liljulag væri betur fallið til erfiljóðagerðar eins og
reyndist í hinu mikla kvæði um Þorstein Helgason (136–137).
„Sláttuvísa“ (178–179) og „Formannsvísur“ (204–208) eru ein stæðar
meðal dróttkvæða Jónasar, því báðar eru vinnuljóð. Þó er „Sláttu vísa“
enn sérstæðari þar sem hún er hljóðlíkingarkvæði (onomatopoet ískt)
og hermir eftir hrynjandi orfsins sem ristir í tvíkvæða skára. Þetta
kvæði sver sig í ætt hinna klassísku dróttkvæða, hrynjandi byggist á
9 Helga Kress (2012:18) fjallar um þetta kvæði en vekur ekki athygli á breytingu Jónasar
(súgandi > sólgáruð), segir aðeins: „Í kvæði Jónasar hefjast tvö fyrstu erindin á línum
úr vísu Ketilríðar, hafðar innan gæsalappa sem sýna að þær eru tilvitnanir í fyrri tíma
orðaða (og myndgerða) sorg: „Leiður er mér sjávar sorti / og sólgáruð bára …““.