Són - 01.01.2012, Side 102
102 Heimir Pálsson
þrem risum og tvö atkvæði í hverjum braglið, en setningarfræðihefð
bragarháttarins reyndar brotin strax í fyrsta erindi:
Fellur vel á velli
verkið karli sterkum,
syngur enn á engi
eggjuð spík og rýkur
grasið grænt á mosa,
grundin þýtur undir,
blómin bíða dóminn,
bítur ljár í skára.
Hér er stiklað úr fjórða í fimmta vísuorð (það er grasið sem rýkur) og
helmingar þar með bundnir setningafræðilega saman, en í fornum sið
eru ríkjandi setningafræðileg skil milli helminga í dróttkvæðum vísum,
enda eru næstum öll dæmi „Skáldskaparmála“ vísuhelmingar. Þetta er
þó smátt samanborið við næsta erindi:
Gimbill gúla þembir,
gleður sig og kveður:
„Veit ég, þegar vetur
vakir, inn af klaka
hnýfill heim úr drífu
harður kemst á garða,
góðir verða gróðar
gefnir sauðarefni.“
Nú eru átta vísuorð gerð að samfellu og þar með samkvæmt Snorra
að nýjum bragarhætti (tiltekið sbr 39. erindi Háttatals (1999:19)). Næstu
tvö erindi eru fjórðunga kveðskapur (Glymur ljárinn, gaman! / grundin
þýtur undir, o.s.frv.).
Hitt vinnuljóðið, „Formannsvísur“, er þrískipt í „Fram róður“,
„Setu“ og „Uppsiglingu“. Allir kaflarnir byrja á rímuðu mottói, „Fram-
róður“ er dróttkvæður, „Seta“ endarímuð en „Uppsigling“ hrynhend.
„Framróður“ er fimm dróttkvæð erindi eftir innganginn: Hafaldan
háa! / hvað viltu mér? / berðu bátinn smáa / á brjósti þér, / meðan út á máva /
miðið ég fer. Dróttkvæðu erindin fimm eru hefðbundin, tvíliðuð, og mál
teygja sig mest yfir fjögur vísuorð, oftast aðeins tvö. Eina vísuorðið
sem brýtur gegn hefðinni er á óalegan sjóinn, þar sem forliðurinn á rýfur
hrynjandina, en við vitum náttúrlega ekki hvernig Jónas hefur hugsað