Són - 01.01.2012, Page 104
104 Heimir Pálsson
kveðin undir einum erfiðasta hætti fornum sem völ var á, töglagi, sem
Sveinn Yngvi segir (1999:331) að sé „eins og fornyrðislag að öðru leyti
en því að þar var fylgt reglum dróttkvæðs háttar um hendingar“, en
útgefendur Ritverka (1989 IV:165) segja:
Kvæðið er ort undir eins konar tilbrigði við dróttkvæðan hátt, en einn
liður í mikilvægu framlagi Jónasar til endurnýjunar íslenskra bragar-
hátta er tvímælalaust hvernig hann sníður ýmis einkenni stirðleika og
stöðnunar af dróttkvæðum hætti.
Kristján Árnason (2005b:219–220) segir hins vegar:
Hrynjandi þessa kvæðis virðist af ætt tögdrápulags og minnir sér-
staklega á þann hátt sem Snorri kallar grænlenska hátt … Græn-
lenskan hátt virðist eðlilegast að greina svo að hann hafi tvö ris í línu
og minnir hann að því leyti á fornyrðislag eða kviðuhátt. Hins vegar
eru hér hendingar í anda dróttkvæða, og raunar mismörg atkvæði í
línum.
Það er kannski ekki meginatriði hvað Snorri hefði nefnt háttinn heldur
hitt að í þessu elsta kvæði sem Jónas yrkir undir dróttkveðnum háttum
eru leikandi skipti milli tvíliða og þríliða. Hvatningu getur hann vel
hafa sótt til Jóns á Bægisá eða Bjarna Thorarensen, en í sjálfu sér nægir
ljóðræn gáfa skáldsins og leyfi fornra hátta.
Ferskeytta dróttkvæðið og hinn sanni kristindómur
Ferskeytta dróttkvæðið um grátittlinginn hefur verið förunautur minn
í ein sextíu ár eða svo.11 „Óhræsið“ hafði náttúrlega sérstaka merkingu
fyrir mig af því við vorum sannfærð um heima að þetta hefði gerst í
Ólsgerði eða Lásgerði í nágrenni mínu, og kvæðið um rjúpuna lærði
ég litlu eftir að ég fór að tala. Skömmu seinna lærði ég „Grátittlinginn“
11 Um hryn kvæðisins er áður rætt. Þar er dróttkvætt aukið þríliðum sem settir eru ýmist
í fyrstu kveðu eða aðra. Það er misskilningur þegar Sveinn Yngvi Egilsson (1999:335)
dregur þá Bjarna Þorsteinsson (1906–1909) og Benedikt á Auðnum til vitnis um
hrynjandi kvæðisins. Benedikt nefnir lagið við fyrsta erindi kvæðisins, en þegar kom
að erindum sem höfðu þríliðinn annars staðar (t.d. Nú var tryppið hún Toppa) var
hrynjandi lagsins löguð að því og sungið með hálfnótu og fjórðungsnótu í fyrsta takti,
þrem fjórðungsnótum í öðrum. Nótnaskrift Benedikts segir ekkert um hvernig hrynj-
andinni var háttað. Ég ólst upp við þetta lag aðhæft hrynjandi ljóðsins. – Um svipað
efni fjallaði ég í grein minni „Þegar ljóðlist og tónlist greinir á …“ (2006).