Són - 01.01.2012, Side 105
Grátittlingurinn eina ferðina enn 105
(163–165) erindi 1–10 og 13–16. Erindunum um Abrahams dýrðar-
dæmi og það sem því tengdist var, held ég, sleppt í barnæskugerð
minni af kvæðinu. Það er kannski þess vegna sem mér hefur fundist
dýrðardæmi Abrahams hnýsilegra með hverjum áratug.
Fyrstu 11 erindi „Grátittlingsins“ eru barnavísur, segja frá áhyggjum
lítils drengs af því hann á tryppi og hrút úti í óveðri. Allt fer vel, hefur
mér jafnan skilist, og ekki síst vegna þess að drengurinn bjargar lífi grá-
tittlings eftir hretið og má skilja að hann fái líf hrútsins og Toppu að
launum. Þessi kafli kvæðisins gerði þannig áhrif á mig að ekki var við
annað komandi en dóttir Dreyru, reiðhross föður míns, fengi nafnið
Toppa; hafði hún þó fá einkenni sem réttlættu það. Kannski blönduð-
ust inn í skáldsögur O‘Hara, þar sem ein hét Trygg ertu Toppa og ég
hafði lesið oftar en systur mínar lásu Önnu í Grænuhlíð eða Beverley Gray.
Kvæðið segir frá vorhreti þegar bæði Toppa og hrútur í eigu
drengsins voru úti í illviðri. Daginn eftir, þegar veðri er slotað, fer
stráksi út að bjarga þeim en finnur hálfdauðan grátittling sem hann
bjargar, en skilur að:
Felldur em eg við foldu
frosinn og má ei losast;
andi guðs á mig andi,
ugglaust mun eg þá huggast.
Útgefendur Ritverka (1989 IV:170) vísa til Matthíasar Þórðarsonar og
segja:
M.Þ. getur þess að í skráningu á dánarbúi föður Jónasar árið 1816
hafi verið „framvísað tvævetrum hrúti og þrevetru trippi, dökk-
gráu. – Ætli þetta hafi ekki verið ‚óvitringarnir ungu‘ og yrkisefnið sé
bernskuminning frá því að skáldið var á áttunda árinu?“
Útgefendurnir eru þó ekki að fullu sáttir við þessa skýringu:
Hugsanlega á kvæðið rætur sínar í bernskuminningu skáldsins, en
þó er augljóst að fleira hangir á spýtunni. J. skírskotar til kristinnar
kenningar og á einhvern hátt er kvæðið viðbragð við henni, og þá
einkanlega fórn Abrahams sem frá segir í Gamla Testamentinu (1.
Mósebók, 22).