Són - 01.01.2012, Page 106
106 Heimir Pálsson
Þótt þessi frásögn sé alþekkt er ástæða til að rifja hana upp í þessu
sambandi. Langsennilegast er að það hafi verið Vajsenhússbiblían,
sem svo var kölluð eftir prenthúsi í Kaupmannahöfn „þvi Konunglega
Wäysen-Huuse“, endurprentun Hólabiblíunnar frá 1584, gerð 1747,
sem lá á púlti Hallgríms Sveinssonar og Jóns á Bægisá. Þar hefur Jónas
væntanlega kynnst sögunni um fórnfæringu Abrahams og hún hófst
með skýringu:
(i) Ísak átti að fórnfærast, en (ii) frelsast og Messías er fyrirheitinn.
(iii) Nahors börn.
I Eftir þessa atburði freistaði Guð Abrahams, og sagði til hans, Abra-
ham! Hann svaraði, hér em eg.
2. Og hann sagði, tak þinn einkason, Ísak, þann þú elskar, og far í
burt í það landið (a) Moria, og offra hann þar, til einnrar brenni-
fórnar á einu því fjalli, sem eg vil vísa þér.
(a) (Moria) það þýðir Guðs ótta, því þeir gömlu forfeður, Adam, Nói
og Sem hafa þjónað Guði á þessu fjalli: Vér köllum það Heilaga
fjall, þar Guði verður þjónað með lofgjörð, bæn og þakklæti.
3. Þá stóð Abraham upp snemma morguns og söðlaði sinn asna,
tók með sér tvo af sínum þénurum og sinn son Ísak, klauf viðinn
til brennioffursins, tók sig upp, og ferðaðist til þess staðar sem
Guð hafði boðið honum.
4. Og á þeim þriðja degi upplyfti Abraham sínum augum, og sá
þann stað álengdar.
5. Þá sagði hann til sinna þénara, bíðið hér með asnann, en ég og
sveirninn viljum fara þangað, og þá við höfum lokið bæn okkar,
þá viljum við koma til ykkar aftur.
6. Og Abraham tók brennifórnarviðinn og lagði hann upp á sinn
son Ísak, en hann bar eldinn og sverðið sér í hendi. Og þeir
gengu tveir saman.
7. Þá mælti Ísak við sinn föður, Abraham, Minn faðir! Abraham
svaraði, Hér er eg, minn son. Og hann sagði, Sjá þú, hér er
eldurinn og viðurinn, en hvar er sauðurinn til brennioffursins?
8. Abraham svaraði, Minn son, Guð mun sjá fyrir sauð til
brennioffursins. Og þeir gengu tveir saman.
9. Og er þeir komu til þess staðar, sem Guð hafði sagt honum, þá
byggði Abraham þar eitt altari, og lagði viðinn þar á ofan, og
batt sinn son Ísak, og lagði hann upp á altarið ofan á viðinn.