Són - 01.01.2012, Page 107
Grátittlingurinn eina ferðina enn 107
10. Og* rétti sína hönd út, og greip sverðið, að hann slátraði sínum
syni.
* Hebr. 11, 17. Jak. 2, 21.
II 11. Þá kallaði engill Drottins af himni til hans, og sagði, Abraham,
Abraham, Hann svaraði: Hér em eg.
12. Og hann sagði: Legg ekki þína hönd á sveininn og gjör honum
ekkert. Því nú veit eg að þú óttast Guð, og þú vægðir ekki þínum
einkasyni fyrir mínar sakir.
13. Þá upplyfti Abraham sínum augum og sá einn hrút fastan á
hornunum, á baki sér í einum buska. Og hann gekk þangað,
og tók hrútinn, og færði hann í fórn til brennioffurs, í síns sonar
stað. (Biblía 1747:24–25).
Þessi andstyggilega saga um drottnunargjarnan guð og undirlægju
hans virðist eiginlega ekki birta neitt dýrðardæmi nema þá einhvers
konar dæmisögu um miskunnarlausa hlýðni. Drottinn sá sem um ræð-
ir gerir engar tilraunir til að múta Abraham (sbr síðar um „Grátittling-
inn“), gefur honum bara skipun um að fórna einkasyni sem honum
þykir afar vænt um.12
Hugarmynd Jónasar af hugsanlegum tilboðum (mútum) Guðs hef-
ur lítið ef nokkuð með frásögnina af Abraham að gera. Jónas orðar
það þannig eftir að hann hefur fundið bágstaddan grátittling í felling
á blásvelli:
Hefði eg þá séð mér hefði
hundrað Toppum og undrum
ótal hornóttra hrúta
heitið drottinn, eg votta:
Abrahams dýrðardæmi
drengur í litlu gengi
aldrei á Ísafoldu
eftir breytir, en neitar.
12. Þegar greinarkorn þetta er komið í próförk rekst ég á þær upplýsingar í sænsku
dagblaði að einhverjir hafi viljað túlka söguna þannig að í raun hafi guð ætlast til
að Abraham gerði uppreisn og neitaði að fórna syni sínum. Þannig hafi Abraham
reyndar brugðist guði sínum með hlýðninni!