Són - 01.01.2012, Page 115
Kristján Jóhann Jónsson
„Óðarfleyi fram er hrundið“1
Um Rímur af Búa Andríðssyni og Fríði Dofradóttur
Kvæði Gríms Thomsen um Búa Andríðsson og Fríði Dofradóttur hefur
nokkrum sinnum komist til tals í greinum manna og bókum. Um Rím-
urnar af Búa Andríðssyni og Fríði Dofradóttur sagði Sigurður Nordal:
Þær eru þó einhver hin snjöllustu söguljóð, sem kveðin hafa
verið á íslenzku máli, ekki einungis vegna einstakra kafla, sem
yfirgnæfa (eins og vísnanna um Reykjanesið og eftirmálans),
heldur líka vegna þess, hvernig öll frásögnin rennur fram með
samfeldum epískum brag og svipmiklum straum ... enda nýtur
frásagnarlist Gríms sín óvíða betur en í sumum þeim lýsingum,
t.d. á fyrstu fundum Búa og Fríðar, smiðju dverganna og sumbli
jötna og sleðaferðum.2
Sveinn Yngvi Egilsson birti tæplega 40 blaðsíðna bókarkafla um
þessar rímur3 og rekur þar margt um tildrög þeirra. Fimm rímur
höfðu áður verið ortar um Búa Andríðsson en mestu skipta rímur
Símonar Dalaskálds, prentaðar í Reykjavík 1872. (Rímur af Búa And
ríðarsyni). Þær stóðu að sjálfsögðu föstum fótum í hefðinni eins og
annar skáldskapur Símonar. Símon tileinkaði rímu sína Matthíasi
Jochumssyni og lofar hann mjög af því tilefni. Í tengslum við lofið um
Matthías er vikið góðu að öðrum skáldum sem höfundi finnst ástæða
til að nefna, nema Grími. Hann er óvinsæll og gamaldags að mati
Símonar. Sveinn bendir síðan á að Matthías hafi einnig haft horn í
síðu Gríms og leggur nokkuð upp úr því að Búa rímur séu svar við
rímum Símonar. Hann bendir einnig á tengsl við bragarhætti og hug-
1 Grímur Thomsen 1934 I: 143. Rétt er að hafa í huga að orðið óður -s/ar getur merkt
m.a. hugur, sál, vitsmunir, skáldskapur, skáldgáfa o.fl.
2 Sigurður Nordal 1934: XVII.
3 Sveinn Yngvi Egilsson 1999: 138–175.