Són - 01.01.2012, Page 120
120 Kristján Jóhann Jónsson
iðulega gefið mjög skýrt í skyn að „undir hjúpi ævintýrisins búi alvara og
sannleikur“. Það gerist oft í Rímum af Búa Andríðssyni og Fríði Dofradóttur.
Ljóðmælandi gerir þá góðlátlegt grín að söguefni sínu. Til dæmis um
þetta mætti nefna fatabúðina á Raumsdalshnjúki, færni Dofra trölla-
kóngs í hugarreikningi eða frásögnina af sakleysi og blygðunarleysi
trölla stúlkunnar Fríðar sem lendir ‚óviljandi’ í mjög nánum samskiptum
við Búa og hefur ekki af því neinar áhyggjur eins og segir í 25. vísu:
En um afdrif ásta sprundið
eigi neitt til reiknings færði,
um hvað heimur hugsa mundi
hún sig ennþá minna kærði;
jötna frúr í jötunheimi
jafnan trúi’ jeg þessu gleymi.19
Ástin á sinn skilyrðislausa rétt í heimi jötnanna og fortíðarinnar. Ekki
er laust við að þetta virðist vera íronískt skeyti til samtímans.
Riddaraefnið Harold í kvæði Byrons fer út í heim, kynnist mann-
raunum, ástum, sögu og menningu og kemur svo heim reynslunni
ríkari. Ekki er rétt að gera of mikið úr tengslum Búa Andríðssonar
og Haralds ungriddara en Búi á það þó sameiginlegt með Haraldi að
hann er göfugur einstaklingur sem fer utan og á vit hins óþekkta.
Grímur hefur kvæði sitt, eins og áður hefur verið rakið, á stuttum
formála um bókmenntafræði, tilgreinir mun á orðræðu skáldskapar og
veruleika og setur niður mun á tímaramma Kjalnesinga sögu og Búa
rímna. Það er gert í 5. vísu og hún er skáletruð í ljóðabókinni frá 1934
til þess að skilja skýrt á milli Kjalnesinga sögu og kvæðisins:
Kjalnesinga’ að Búi brendi
bæði hof og góða smíði,
að af því hjá kóngi’ ann kendi
kulda, er til Noregs flýði,
forsending hann fylkir sendi,
að fullu’ er vill hann Búa ríði
skeð á þeim er þegar tíma,
þegar byrjar fyrsta ríma.20
19 Grímur Thomsen 1934: 147.
20 Grímur Thomsen 1934: 143.