Són - 01.01.2012, Page 131
„Óðarfleyi fram er hrundið“ 131
að syngja um þjóðernið og hrópa húrra þá komu konur út á svalir þar
sem þeir gengu hjá og köstuðu til þeirra blómum.
Ekki var þó allt byltingarsinnað sem sagt var og sungið um en yfir-
völd hugsuðu með hrolli til frönsku byltingarinnar. Máttur hins þjóð-
lega var mönnum í huga á þessum árum eins og lýst var í inngangi.
Þjóðernið tengdu menn við persónuleika þjóðarinnar og einkenni
náttúrunnar. Hins vegar hafa allt fram á okkar daga komið fram vafa-
atriði um það hverjir gætu kallað sig þjóð og hverjir ekki.47
Hugmynd skandínavista var sú að Norðurlönd styrktu þjóðernis lega
frændsemi og næðu þannig fótfestu gagnvart breytilegum heimi. Þar
sáu menn fyrir sér nýtt samfélag og öflugt vald, byggt á borgaralegu
lýðræði og frændsemi þjóða. Þó að Íslendingar snerust flestir öndverðir
við skandinavískum hugmyndum gengu sterkir einstaklingar á borð
við Jón Sigurðsson og Brynjólf Pétursson í félagið eins og áður var
nefnt.
Íslendingur hefur orðið
Í nafni þjóðlegrar frændsemi var svo haldinn fundur í félagi
skandínavista 9. janúar 1846 og hinn nýbakaði magister, Grímur
Thomsen, fenginn til að tala um stöðu Íslands í Skandinavíu, einkum
með tilliti til bókmennta. Lykilstaða Íslands í norrænni menningu
hafði áður verið nefnd á fundum skandínavistafélagsins, meðal annars
í ræðu sem Grundtvig hélt þar árið áður.48 Ræða Gríms er hins vegar
fyrsta dæmið um að leitað sé í uppsprettuna sjálfa og Íslendingur
beðinn um að túlka viðhorf íslenskrar menningar.
Fundurinn virðist hafa einkennst af mikilli gleði eins og Andrés
Björnsson rekur í formála bókar sinnar með þýðingum á ritgerðum
Gríms49 og frásögn hans er í stuttu máli á þessa leið: Það var hlustað
með almennri athygli og ákaft fagnað þegar erindinu lauk. Á undan
og eftir voru sungin ljóð eftir Bjarna Thorarensen og Grundtvig og svo
komu skálarræðurnar: fundarstjórinn, prófessor Sommer, mælti fyrir
minni Gríms, Grundtvig prestur fyrir minni Íslands, Finnur Magnús-
son fyrir minni Grundtvigs, Tschernig kapteinn fyrir minni sjálfstæðis
Íslands og alþingis, Plough kandidat fyrir minni Íslendinga í Kaup-
mannahöfn, Almquist rektor fyrir því að íslenska yrði skilin eins og
47 Guðmundur Hálfdanarson 2007: 36–37.
48 Jón Yngvi Jóhannsson 1998: 43.
49 Andrés Björnsson 1975: 10.