Són - 01.01.2012, Side 133
„Óðarfleyi fram er hrundið“ 133
sem Íslendingur geti hann ekki komið fram á skandinavískum vettvangi.
Hann geti ekki notað sitt eigið tungumál eins og Svíi sem flytji sitt mál
á sænsku eða Dani sem tali sína dönsku og það liggur í orðunum að
án tungumálsins sé hann ekki heill Íslendingur þegar hann talar til
herraþjóðarinnar.
Samband nýlendubúans við tungumálið, einkum hið opinbera mál
nýlenduherrans, er iðulega mjög viðkvæmt. Danir tóku aldrei yfir hið
opinbera tungumál kirkju og stjórnsýslu á sama hátt og til dæmis í
Færeyjum. Íslenskir embættismenn urðu þar milliliður. Grímur tekur
sér engu að síður stöðu með öðrum nýlendubúum og minnir á upp-
runa sinn þegar hann hefur mál sitt á þennan hátt og tekur sér orð-
ræðuvald um leið og hann minnir á að honum er ekki ætlað það.
Í frægri grein um skipan orðræðunnar51 gengur Michel Foucault
út frá þeirri grunnsetningu að í hvert sinn sem við veljum eitt úti-
lokum við annað sem við hefðum getað valið. Hver fræðigrein er sögð
taka trúanlegar sannar og ósannar fullyrðingar en ýta út fyrir mörk
sín aragrúa af ,þekkingarskrímslum‘. Það sem við segjum þarf að
rúmast ,innan sannleikans‘. Þá lúta menn ,lögreglum‘ orðræðunnar
og endurnýja þær. Þetta þýðir að orðræðan er bæði innilokunar- og
útilokunarkerfi. Til dæmis um það hvernig orðræða mótast tekur Fou-
cault a) bannið, b) markalínur brjálæðisins og c) sannleiksleitina. Um
leið verða þetta þrjú útilokunarkerfi. Það sem er bannað, það sem telst
geðveiki og það sem ekki er satt er utan viðtekins sannleika.
Á þessum greiningum byggir Foucault hugmyndir sínar um orð-
ræðusamfélag og þær varpa ljósi á orðræðuna sem Grímur Thomsen
er staddur í. Það er sérstaklega þriðji liðurinn, c), sem fær gildi vegna
þess að sannleiksleitin beinist að fortíðinni undir merkjum rómantískr-
ar menningarumræðu og fortíðin er Ísland. Það hefur verið bannað en
íslensk menning á nú að fá hlutverk sannleikans. Þessar hugmyndir er
skemmtilegt að tengja við Rímur af Búa Andríðssyni og Fríði Dofra-
dóttur.
Tungumálið, sem áður sameinaði norrænar þjóðir og kallaðist
dönsk tunga, norræn eða íslensk, skilur nú Íslendinga frá öðrum þjóð-
um, segir Grímur. Hið eina íslenska sérkenni er hreimurinn þegar Ís-
lendingar tala dönsku og hér mætti spyrja hvort Íslendingurinn sé þá
ekki orðinn gallaður Dani. Tungumálið sker með öðrum orðum úr um
það hvort sá sem talar er inni eða úti, hvort hann er ,við‘ eða ,hinir‘.
Herraþjóðin ræður ritmálinu og þekkingunni. Þessi staða vekur efa
51 Foucault 1991: 191–226.